fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Norðmaður grunaður um morð í Taílandi – Safna fé til að aðstoða hann á flóttanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 17:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um mánuði síðan var gefin út alþjóðleg handtökuskipan á hendur Norðmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa kyrkt breskan fjölskylduföður í Taílandi. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir manninum í 188 löndum. Maðurinn á 15 ára fangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um morðið. Nú hafa ættingjar hans og vinir hafið fjársöfnun til að aðstoða hann á flóttanum undan hinum langa armi laganna.

Norðmaðurinn lenti í átökum við Bretann aðfaranótt 21. ágúst og kyrkti hann að því að talið er. Áður hafði Norðmaðurinn verið stunginn. Hann var handtekinn en síðan sleppt lausum gegn tryggingu. Hann lagði á flótta í kjölfarið og hefur lögreglunni ekki tekist að hafa uppi á honum.

TV2 hefur eftir lögmanni hans, Sulman Hussain, að skjólstæðingi hans líði illa vegna málsins en hafi ekki í hyggju að reyna að komast hjá því að hljóta sína refsingu vegna málsins. Hussain sagði að maðurinn hafi sætt hótunum og lögreglan hafi ekki getað tryggt öryggi hans og því sé hann á flótta og verði þar til hægt verði að tryggja öryggi hans. Hann sagði að maðurinn óttist að verða drepinn enda hafi honum borist beinar líflátshótanir frá bæði breskum og taílenskum aðilum. Hann telji sig hafa beitt nauðvörn og hafi þurft að drepa Bretann til að sleppa lifandi.

Ættingjar og vinir mannsins hafa hafið fjársöfnun til að aðstoða hann á flóttanum og senda honum peninga að sögn Hussain. Norska utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað aðstoða manninn frekar en norska sendiráðið í Taílandi að sögn Hussain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða