fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Var misnotaður sem barn af sumarbúðastjóranum – Hefndi sín þegar hann var orðinn fullorðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 06:45

JIm Clemente. Mynd:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jim Clemente var barn að aldri var hann sendur í kristilegar sumarbúðir í Bandaríkjunum. Þar var Michael O‘Hara sumarbúðastjóri. Michael var barnaníðingur og níddist á Jim. Hann gaf honum áfengi og níddist síðan á honum.

Jim sagði engum frá þessu árum saman eða allt þar til að bróðir hans sagði honum að hann hefði eitt sinn fundið tvo poka á skrifstofu Michael og hefðu þeir verið fullir af ljósmyndum af Michael að níðast kynferðislega á ungum drengjum. Bróðirinn hafði þó aldrei minnst á þetta því Michael hótaði að drepa hann ef hann gerði það.

Í samtali við New York Post sagði Jim, sem nú er 59 ára, að honum hafi brugðið við þetta því hann hafi haldið að hann hefði verið eina fórnarlambið. Eftir samtalið við bróðurinn setti Jim sig í samband við lögregluna og tilkynnti um málið.

Nokkrum mánuðum síðar hafði lögreglan samband við hann og sagðist þurfa aðstoð hans til að geta náð Michael. Þörf væri á hljóðupptöku þar sem Michael segði hvað hann hefði gert og gerði börnum enn í dag. Í samráði við lögregluna setti Jim sig í samband við Michael og sagðist þurfa að hitta hann og ræða við hann um mál sem hann gæti ekki rætt við neinn annan.

Kvöldið fyrir hrekkjavöku 1986 hittust þeir. Jim var með upptökubúnað falinn á sér. Þeir hittust á bar og skömmu eftir að þeir hittust sagði Michael:

„Þetta snýst um kynlíf, er það ekki? Þetta hlýtur að snúast um það sem gerðist hjá okkur?“

Síðan byrjaði hann að tala um ofbeldið sem hann beitti Jim eins og það væri hinn eðlilegasti hlutur og að þeir hefðu báðir tekið þátt í því af fúsum og frjálsum vilja. Því næst sagði hann sögu sína, að hann hefði byrjað að beita drengi kynferðislegu ofbeldi þegar hann var 19 ára. Að hann hefði fengið starf sem næturvörður á barnaheimili og hefði því haft greiðan aðgang að börnum. Hann montaði sig af þessu, nefndi dagsetningar, tímasetningar, nöfn og staði.

Jim hitti hann alls sex sinnum til að reyna að afla nægra sönnunargagna gegn honum. Eitt sinn sýndi Michael honum tvær ljósmyndir af börnum sem hann hafði misnotað og náði Jim að stinga tveimur undan.

Michael O‘Hara var handtekinn 1987 og hlaut síðar dóm fyrir vörslu barnakláms.

Í kjölfar málsins var Jim boðið starf hjá alríkislögreglunni FBI og þar starfað hann árum saman eða þar til fyrir nokkrum árum þegar hann hóf störf sem handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Criminal Minds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf