fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fjölskyldan hvarf á dularfullan hátt í fríinu sínu – Tengist málið Trump og Kreml?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 07:00

Putín og Trump verða hugsanlega leiðtogar tveggja öflugustu hervelda heims áður en langt um líður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar sigurs Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 greip mikill ótti um sig meðal æðstu manna hjá leyniþjónustunni CIA. Þar á bæ höfðu menn áhyggjur af að Trump myndi, meðvitað eða ómeðvitað, afhjúpa rússneskan njósnara sem sendi skýrslur til Bandaríkjanna frá Kreml en þær staðfestu að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafði blandað sér í bandarísku forsetakosningaarnar.

Óttinn náði hámarki í maí 2017 þegar Trump fékk Sergej Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands, og Sergej Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, í heimsókn í Hvíta húsið. Eftir fundinn var forsetinn sakaður um að hafa rætt leynilegar og viðkvæmar upplýsingar um Íslamska ríkið í Sýrlandi sem ísraelska leyniþjónustan hafði aflað.

Í júlí, þetta sama ár, hittust Trump og Pútín síðan í fyrsta sinn. Þeir ræddu þá saman í tvær klukkustundir á G20 fundinum í Hamborg. Með á fundi þeirra voru aðeins utanríkisráðherrar þeirra og túlkar. Að fundi loknum vildi enginn skýra nákvæmlega frá hvað var rætt á fundinum. Þetta jók á óttann hjá CIA og varð til þess að leyniþjónustan ákvað að ná rússneska njósnaranum í skyndi frá Moskvu. New York Times og CNN skýra frá þessu.

Síðan hófst atburðarás sem er eiginlega ótrúlegri en söguþráðurinn í bestu glæpa- og spennusögum. Rússneski njósnarinn var síðar nafngreindur af rússneska dagblaðinu Kommersant. Hann heitir Oleg Smolenkov. Hann starfaði í rússneska sendiráðinu í Washington til 2010. Þegar hann kom heim til Moskvu fékk hann stöðu í stjórn Pútíns. Hann var ráðgjafi af þriðju gráðu sem þýddi að hann var ekki í innsta hring Pútíns en það nærri honum að hann vissi vel hvað var að gerast í Kreml.

Þann 14. júlí 2017 fór Smolenkov í frí til Svartfjallalands ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Þar hvarf fjölskyldan sporlaust. Þarlend lögreglan rannsakaði málið og taldi ekki útilokað að fjölskyldan hefði verið myrt.

En samkvæmt umfjöllun bandarískra fjölmiðla þá keypti Smolenkov hús í Virginíu eftir að fjölskyldan hvarf. Þetta er haft eftir fjölda heimildamanna í Hvíta húsinu og hjá CIA. Opinberlega er þessu vísað á bug sem hreinum uppspuna, það á við um Hvíta húsið, CIA og Kreml.

Talsmaður CIA segir fréttaflutninginn byggðan á misskilningi og röngum upplýsingum. Talskona Hvíta hússins, Stephanie Grisham, segir fréttir af þessu máli ekki aðeins rangar heldur stofni þær einnig mannslífum í hættu. Franz Klintsevich, rússneskur þingmaður, segir að fréttir af þessu máli séu rangar og aðeins enn ein tilraunin til að reyna að draga úr trúverðugleika Trump.

En ef sagan er rétt þá er ljóst að Bandaríkin misstu þarna mjög mikilvægan heimildamann í rússneska stjórnkerfinu. Leki á diplómatískum skjölum fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að það hefur reynst Bandaríkjunum erfitt að fá njósnara á sitt band í Moskvu.

Rússar líta þá ekki vinsamlegu auga sem svíkja föðurlandið. Má þar nefna að Alexander Litvinenko var myrtur í Lundúnum 2006 en hann hafði hlaupist undan merkjum og flúið til Englands. Þá er skemmst að minnast þess þegar rússneskir leyniþjónustumenn reyndu að myrða Sergej Skripal, fyrrum leyniþjónustumann, í Salisbury en það mistókst.

Síðasta staðfesta dæmið um bandarískan njósnara, sem var fluttur frá Rússlandi, var þegar Alexander Potejv var fluttur til Bandaríkjanna í gegnum Hvíta Rússland árið 2010. Hann var varaforstjóri þeirra deildar sem stýrði rússneskum njósnurum sem bjuggu í Bandaríkjunum. Talið er að Potejev búi nú í leyni í Bandaríkjunum. Skömmu eftir flótta hans handtók alríkislögreglan FBI 10 rússneska njósnara í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða