fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þýsk stúlka horfin sporlaust – Hvað varð um Nathalie?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskrar stúlku að nafni Nathalie Minuth er saknað og hefur ekkert spurst til hennar í tíu daga, eða síðan laugardagskvöldið 17. ágúst. Málið þykir hið dularfyllsta og hefur vakið mikinn óhug í Þýskalandi.

Nathalie er 23 ára gömul, á 24. ári, og er frá bænum Stadum, rétt utan við Flensburg í Slesvík-Holstein. Það sást til hennar í heimabænum Stadum nálægt leikskólanum í bænum á laugardaginn. Um kvöldið fór hún tæplega 10 kílómetra leið í bæinn Shafflund með strætisvagni. Ekki er vitað til að hún eigi neina ættingja eða vini þar og enginn áttar sig á því hvaða erindi Nathalie gæti hafa átt í þennan bæ.

Persónuskilríki Nathalie fundust í Shafflund sem gerir ráðgátuna enn dularfyllri. Sumir hafa velt fyrir sér hvort hún hafi látið sig hverfa og hafið nýtt líf undir öðru nafni. Þetta þykir þó öllum sem þekkja til hennar mjög ólíklegt vegna þess að Nathalie er talin vera mjög ábyrg og áreiðanleg.

Lögregla útilokar ekki að einhver hafi numið konuna á brott og skilið skilríki hennar eftir á almannafæri.

Ákaft hefur verið auglýst eftir Nathalie en án árangurs. Tíu dagar eru liðnir frá hvarfinu.

Bild greindi frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa