fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Atvinnuumsókn kom upp um grunaðan morðingja 21 ári eftir morðið

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld yfir Todd Barket, 51 árs karlmanni í Flórída, hefjast á næstu dögum. Barket er ákærður fyrir morð sem framið var árið 1998. Þá var 68 ára kona, Sondra Better, stungin til bana í fyrirtæki sem hún starfaði fyrir. Sondra var ein á vaktinni umrætt kvöld og leikur grunur á að um rán hafi verið að ræða.

Verksummerki bentu til þess að Sondra hafi varist árásarmanninum sem skildi eftir sig blóðslóð. Fingraför fundust á vettvangi og þá voru tekin blóðsýni, en engin samsvörun fannst í DNA-gagnabanka lögreglu á þeim tíma.

Það sem kom upp um Todd er sú staðreynd að hann sótti um vinnu á dvalarheimili fyrir aldraða á síðasta ári. Hann þurfti að láta væntanlegum vinnuveitendum í té fingraför sem send voru til lögreglu. Það var þá sem í ljós kom að Todd hafði verið á vettvangi morðsins árið 1998. DNA-rannsókn leiddi einnig í ljós að blóðið tilheyrði honum.

Lögregla ákærði Todd í kjölfarið en hann neitar sök í málinu. Todd bjó skammt frá staðnum þar sem Sondra var myrt og þá líkist hann manni sem sást á vettvangi skömmu fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina