fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Norðurírskir læknar berjast gegn lögsóknum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:00

Heitt í hamsi Mótmæli hafa verið skipulögð til að berjast gegn stefnu yfirvalda í Norður-Írlandi er varðar þungunarrof. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurírskir læknar hafa stofnað samtök til að verja þagnarskyldu lækna gagnvart sjúklingum. Með þessu eru þeir að berjast gegn kröfum um að þeir verði að láta lögreglunni í té upplýsingar um nöfn kvenna sem fá fósturlátstöflur hjá þeim. Samtökin heita Doctors for Choice Northern Ireland.

Norðurírsk kona þarf að koma fyrir dóm síðar á þessu ári fyrir að hafa keypt fósturlátstöflur á netinu fyrir 15 ára dóttur sína. Hún er ákærð fyrir að hafa útvegað sér slíkar töflur 2013 og að hafa látið dóttur sína fá þær. Samkvæmt lögum verða læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk á Norður-Írlandi að tilkynna yfirvöldum ef vitneskja liggur fyrir um að sjúklingar hafi notað fósturlátstöflur. Ef það er ekki gert á heilbrigðisstarfsfólkið yfir höfði sér að verða ákært. Doctors for Choice Northern Ireland segja að ekki ætti að saksækja neinn fyrir að kaupa eða nota slíkar töflur. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir meðal annars að töflur sem þessar séu öruggar og mikið notaðar á sjúkrahúsum á Norður-Írlandi. Þær geti þó valdið ákveðnum erfiðleikum, til dæmis sýkingum eða miklum blæðingum. Konur sem taki töflur sem þessar utan sjúkrahúss eigi strax að leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna ef þær fá miklar blæðingar eða finna fyrir vanlíðan. Tafir á því að leita aðstoðar geti stofnað lífi þeirra í hættu.

Samtökin segja að stefna yfirvalda í málunum stefni trúnaðarsambandi lækna og sjúklinga í hættu. Læknum beri skylda til að annast sjúklinga sína og sýna þeim fullan trúnað og að heilbrigðisstarfsfólk eigi ekki að tilkynna til lögreglu að fólk hafi tekið fósturlátstöflur. Sjúklingar eigi að geta treyst lækni sínum. Talsmaður samtakanna segir að nýlega saksóknir vegna þessa gegn konum og stúlkum geti dregið úr vilja foreldra til að leita nauðsynlegrar læknishjálpar. Núverandi löggjöf komi í veg fyrir samúðarfulla meðferð og geti hindrað sjúklinga í að leita sér aðstoðar.

Norður-Írland er eini hluti Stóra-Bretlands þar sem fóstureyðingar eru ólöglegar. Það breytist þó þann 22. október næstkomandi en í júlí samþykkti breska þingið með 322 atkvæðum gegn 99 að framvegis gildi sömu fóstureyðingarlög á Norður-Írlandi og annars staðar innan Stóra-Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina