fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Franskt par gæti lent í fangelsi í sex ár fyrir sandþjófnað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska eyjan Sardinía er meðal annars þekkt fyrir kríthvítar sandstrendur sínar. Það sem margir ferðamenn vita ekki er að sandurinn telst almenningseign og að það er stranglega bannað að fjarlægja hann. BBC skýrir frá þessu.

Franska parið vissi þetta sennilega ekki, þegar þau voru stöðvuð af lögreglunni, þegar þau voru á leið um borð í ferjuna til Toulon í Frakklandi. Í bílnum fundust 14 plastflöskur, stútfullar af hvítum sandi, sem tekinn hafði verið af ströndinni í Chia, sem er á suðurströnd Sardiníu.

Íbúar eyjarinnar hafa lengi kvartað yfir sandstelandi ferðamönnum og síðan 2017 hefur það verið ólöglegt að fjarlægja sand frá ströndum eyjarinnar. Samkvæmt BBC gæti franska parið átt fyrir höfði sér sex ára fangelsisdóm fyrir sandþjófnaðinn.

Sandstrendurinar eru meðal þess sem dregur fólk til Sardiníu og er það tvennt sem ógnar þeim. Annars vegar er það veðrun, sem að hluta til er eðlileg og að hluta til vegna hækkunar sjávar. Hin ógnin er sandþjófnaður ferðamanna. Það er þó aðeins lítill hluti ferðamanna sem hefur fyrir því að taka 40 kíló af sandi með sér heim, en ef allir þeir milljón ferðamenn sem koma til eyjarinnar á ári hverju taka nokkur kíló af sandi með sér heim, hefur það fljótt áhrif á strendurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða