fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Franskt par gæti lent í fangelsi í sex ár fyrir sandþjófnað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:30

Strönd á Sardiníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska eyjan Sardinía er meðal annars þekkt fyrir kríthvítar sandstrendur sínar. Það sem margir ferðamenn vita ekki er að sandurinn telst almenningseign og að það er stranglega bannað að fjarlægja hann. BBC skýrir frá þessu.

Franska parið vissi þetta sennilega ekki, þegar þau voru stöðvuð af lögreglunni, þegar þau voru á leið um borð í ferjuna til Toulon í Frakklandi. Í bílnum fundust 14 plastflöskur, stútfullar af hvítum sandi, sem tekinn hafði verið af ströndinni í Chia, sem er á suðurströnd Sardiníu.

Íbúar eyjarinnar hafa lengi kvartað yfir sandstelandi ferðamönnum og síðan 2017 hefur það verið ólöglegt að fjarlægja sand frá ströndum eyjarinnar. Samkvæmt BBC gæti franska parið átt fyrir höfði sér sex ára fangelsisdóm fyrir sandþjófnaðinn.

Sandstrendurinar eru meðal þess sem dregur fólk til Sardiníu og er það tvennt sem ógnar þeim. Annars vegar er það veðrun, sem að hluta til er eðlileg og að hluta til vegna hækkunar sjávar. Hin ógnin er sandþjófnaður ferðamanna. Það er þó aðeins lítill hluti ferðamanna sem hefur fyrir því að taka 40 kíló af sandi með sér heim, en ef allir þeir milljón ferðamenn sem koma til eyjarinnar á ári hverju taka nokkur kíló af sandi með sér heim, hefur það fljótt áhrif á strendurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina