fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Pressan

Gríðarlegur laxadauði í Alaska – Vita ekki ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 07:01

Mynd úr safni. Mynd:nps.gov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var hópur vísindamanna sendur upp meðfram Koyokuk ánni í Alaska í Bandaríkjunum eftir að tilkynnt hafði verið um mikinn laxadauða. Íbúar á svæðinu fundu að minnsta kosti 850 dauða laxa en talið er að þeir hafi verið tíu sinnum fleiri hið minnsta.

CNN skýrir frá þessu. Vísindamenn vissu í fyrstu ekki hvað hefði valdið þessu því ekki var að sjá að fiskarnir hefðu verið sýktir eða að sníkjudýr hefðu herjað á þá. Auk þess voru nær allir fiskarnir með hrogn í góðu standi inni í sér.

Vísindamenn eru enn ekki vissir um ástæður þessa mikla laxadauða en grunar að hinn mikli hiti sem hefur verið í Alaska í sumar eigi hér hlut að máli. Hitinn gerir að verkum að súrefnismagn í vatninu minnkar og því kafna fiskarnir.

Þá hafa vísindamenn einnig vakið athygli á að hiti hafi aldrei mælst hærri á þessu svæði en nú í sumar. Hitinn hafi verið svo mikill að hann hafi verið meiri en talið hefur verið að hann verði 2069 miðað við verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina