fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Pressan

Skjöl varpa ljósi á sjúkan huga Epstein – Tólf ára stúlkum flogið til hans

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný dómskjöl gefa til kynna að Jeffrey Epstein hafi látið fljúga til sín þremur 12 ára stelpum frá Frakklandi svo hann gæti misnotað þær.

Það er Virginia Roberts Giuffre sem kom með þessar staðhæfingar en hún hefur kært Epstein. Hún heldur því fram að þegar hún var 15 ára hafi hún verið sett í kynlífsþrælkun af Epstein og kærustu hans, Ghislane Maxwell.

Giuffre birti þessar staðhæfingar í einkamáli sem hún höfðaði á hendur Epstein árið 2015. Hún vonaðist eftir því að með kærunni myndi hún koma Epstein aftur á bakvið lás og slá en hann sat einungis inni í rúmt ár eftir að hafa játað að nauðga barni.

Giuffre segir að frönsku stelpurnar hafi verið sadísk gjöf frá Jean-Luc Brunel, sem var góður kunningi og tíður gestur Epstein.

„Jeffrey montaði sig af því að þær væru einungis 12 ára gamlar og að hann hafi flogið þeim frá Frakklandi þar sem þær væru mjög fátækar og foreldrum þeirra vantaði peninginn.“

Giuffre segist hafa séð þessar þrjár 12 ára stelpur með sínum eigin augum. Hún segir Epstein hafa lýst því síendurtekið hvernig stelpurnar nudduðu hann og veittu honum munnmök. Þeim var flogið aftur til Frakklands daginn eftir.

„Hann var svo spenntur yfir þessu öllu saman, hætti ekki að tala um það vikum saman hvað þær voru sætar og að maður gat séð hvað þær voru virkilega ungar.“

Giuffre segir Epstein hafa sagt sér hvernig Brunel keypti stelpurnar í París frá foreldrum sínum. 

„Epstein hló að þessu á meðan, honum fannst það alveg stórkostlegt hvernig það er hægt að ná hverju sem er fram í gegnum peninga. Það er hægt að kaupa hvað sem er eða hvern sem er.“

Í annarri kæru sem tengist Giuffre er því haldið fram að Brunel og Epstein hafi sótt ungar stelpur frá Suður-Ameríku og Austur-Evrópu svo þeir gætu misnotað þær kynferðislega. 

„Epstein og Brunel rukkuðu þær um leigu, neyddu þær til kynlífsþrælkunar, í nektarmyndatöku og jafnvel í upptökur á klámi.“

Epstein var handtekinn í júlí á þessu ári og átti yfir höfði sér 45 ára fangelsi vegna mansals og barnaníðs sem hann var sakaður um eftir aldamót. Epstein reyndi að svipta sig lífi í síðasta mánuði og var í kjölfarið vaktaður sérstaklega af fangavörðum. 

Eitthvað varð til þess að þessari sérstöku vakt var hætt fyrir skömmu, en Epstein fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með snöru um hálsinn. Reglum samkvæmt hefðu fangaverðir átt að líta eftir honum á hálftíma fresti að minnsta kosti. 

Það hefur vakið athygli að Epstein hafi framið sjálfsvíg fljótlega eftir að yfir 2.000 blaðsíðna skýrsla um mansalshring hans var birt en nöfn á ýmsu valdamiklu fólki komu fram í skýrslunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Texas hættir að kenna börnum að aðgerðir Ku Klux Klan hafi verið siðferðislega rangar

Texas hættir að kenna börnum að aðgerðir Ku Klux Klan hafi verið siðferðislega rangar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn einn Trump liðinn handtekinn fyrir njósnir – Vann á laun fyrir Arabísku furstadæmin

Enn einn Trump liðinn handtekinn fyrir njósnir – Vann á laun fyrir Arabísku furstadæmin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alríkisdómari stöðvar ný fóstureyðingalög í Arkansas

Alríkisdómari stöðvar ný fóstureyðingalög í Arkansas
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítalir herða sóttvarnaaðgerðir

Ítalir herða sóttvarnaaðgerðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaðurinn með gyllta klósettið handtekinn

Lögreglumaðurinn með gyllta klósettið handtekinn