fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 06:00

Ostur er vinsæll hjá hnuplurum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita margt og búa yfir mikilli þekkingu en það verður seint þannig að við vitum allt. Sumt af því sem við vitum er mikilvægt að vita en annað skiptir minna máli. Við látum ósagt hvort það sem er talið upp hér að neðan skiptir miklu máli að vita eða ekki en samt sem áður er þetta eitthvað sem þú vissir ekki að þú vildir vita en þú þarft samt sem áður ekki að vita þetta!

Bakteríusprengja. Þegar fólk hnerrar getur hnerrinn náð allt að 160 km/klst og með honum geta 100.00 bakteríur borist út í andrúmsloftið. Svo hér er um sannkallaða bakteríusprengju að ræða. Guð hjálpi þér!

Sterkar magasýrur. Magasýrurnar í okkur eru svo öflugar að þær geta leyst málma upp. Það er því spurning hvort morðingjar ættu ekki að gleypa skammbyssur sínar til að eyða sönnunargögnum?

Bjarndýramix. Það gerist öðru hvoru að ísbirnir og grábirnir eignist afkvæmi saman. Þessi nýja blanda (tegund) hefur verið kölluð Pizzly.

Hvað stendur hin vinsæla skammstöfun OK eiginlega fyrir? Þessu hafa margir eflaust velt fyrir sér. Líklegt er talið að hér sé um stafsetingarvillu að ræða og að í upphafi hafi þetta átt að vera OC sem stendur fyrir „all correct“. Þá vitum við það!

Þvag á tennur. Þegar rómverjar til forna vildu fá hvítari tennur nudduðu þeir þvagi á þær, líklegast eigin þvagi.

Stórt haf. Kyrrahafið er stórt, mjög stórt. Það er stærra en allur landmassi jarðarinnar til samans.

Pez og reykingar. Hinir vinsælu Pezkarlar og tilheyrandi töflur voru upphaflega hannaðar til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Það skýrir af hverju karlarnir eru eins og kveikjarar í laginu.

Hreinlætið. Klósettsetur eru hreinni en farsíminn þinn.

Hnuplarar. Vinsælasta matvaran hjá búðarþjófum (hnuplurum) er ostur. Ostur er sú matvara sem þeir stela oftast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf