fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Leyfði 12 ára dótturinni að keyra – Það endaði með banaslysi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að ástæðulausu að ungmenni sem vilja fá ökuréttindi þurfi að fara í gegnum bóklegt og verklegt nám undir leiðsögn ökukennara.

Tomas Mejia, 42 ára karlmaður í Houston í Bandaríkjunum, leyfði 12 ára dóttur sinni að setjast undir stýri á dögunum og aka fjölskyldubifreiðinni. Það fór ekki betur en svo að stúlkan steig á bensíngjöfina þegar hún hugðist stíga á bremsuna með þeim afleiðingum að hún ók á gangandi vegfarenda sem var úti að viðra hundinn sinn. Bæði vegfarandinn, 47 ára karlmaður, og hundurinn hans dóu í slysinu.

Mejia var handtekinn í kjölfarið og gæti hann átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

„Það er ekki undir neinum kringumstæðum í lagi að leyfa tólf ára barni að aka bifreið,“ segir fulltrúi saksóknaraembættisins í Harris-sýslu. Hann segir að um mikinn harmleik sé að ræða en því miður sé þetta ekki fyrsta tilfellið þar sem börn setjast undir stýri á meðan foreldrar fylgjast með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina