fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Hættulegt eiturlyf notað til að lækna alkóhólisma

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 22:00

MDMA töflur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir varðandi notkun MDMA til meðferðar við alkóhólisma hafa sýnt að meðferðin er örugg og í snemmbúnum niðurstöðum virðist aðferðin reynast vel. The Guardian greinir frá þessu.

Læknar í Bristol eru að athuga hvort litlir skammtar af fíkniefninu, samhliða sálfræðimeðferð, gætu hjálpað alkóhólistum að vinna betur á sjúkdómnum heldur en í hefðbundnum meðferðum.

Þeir sem hafa gengið í gegnum rannsóknina segjast hafa nánast aldrei horfið aftur til fyrra horfs auk þess að hafa engin líkamleg né andleg vandamál. Til samaburðar þá falla 8 af hverjum 10 alkóhólistum sem ganga í gegnum hefðbundnar meðferðir í Englandi aftur til fyrra horfs á innan við þremur árum.

Dr. Ben Sessa, fíknigeðlæknir, sem hefur farið fyrir rannsókninni segir að 11 manns sem tóku þátt í rannsókninni hafa komið ekki upplifað neinar afturfarir.

„Einn einstaklingur hvarf aftur til fyrra horfs, fimm einstaklingar eru alveg þornaðir upp og síðan eru fjórir eða fimm sem hafa fengið sér einn eða tvo drykki svo þeir myndu seint teljast sem alkóhólistar.“

Dr. Ben Sessa segir að flest fíknivandamál verða til vegna undirliggjandi áfalla, oft frá barnæsku.

MDMA dregur valkvætt úr óttaviðbragðinu. Efnið leyfir upprifjun á erfiðum minningum án þess að einstaklingurinn verði ofurliði borinn. MDMA er hið fullkomna fíkniefni fyrir áfallamiðaða sálfræðimeðferð.“

Fyrsta stig rannsóknarinnar var hannað til að sýna að meðferðin er örugg. Frekari rannsóknir munu vera gerðar en þá munu rannsakendur bera saman niðurstöður milli einstaklinga sem taka lyfleysu og þeirra sem taka MDMA. Þetta verður gert til að sýna fram á virkni meðferðarinnar.

Þátttakendur rannsóknarinnar ganga í gegnum 8 vikur af sálfræðimeðferð eftir bráðabirgðaskimun, sem inniheldur læknisfræðileg og sálfræðileg próf. Í þriðju og sjöttu viku er þátttakendunum gefinn öflugur skammtur af MDMA.

Þátttakendur fá MDMA skammtinn á spítala þar sem bæði geðlæknir og sálfræðingur eru viðstaddir. Þátttakendurnir eyða eftir það átta tímum með sérfræðingunum, mest megnis af tímanum liggja þeir með heyrnatól og hulið fyrir augun.

Dr. Ben Sessa segir að þátttakendurnir stjórni meira og minna hvað þeir tali um á þessum átta tímum.

„Það sem kemur upp í umræðuna kemur bara upp, svo því er ekki alveg stjórnað af sérfræðingunum.“

Eftir þessa átta tíma gista þátttakendurnir á spítalanum og síðan er hringt í þá á hverjum degi í viku til að safna gögnum um gæði svefns, skap sem viðkomandi er í og mögulega hættu á sjálfsvígum. Þessi gögn hafa ekki sýnt nein ummerki um fráhvarfseinkenni eða niðursveiflur.

MDMA hefur oft verið kennt við svokallaða „rave-menningu“ þar sem algengt er að fólk noti efnið á þannig til gerðum klúbbum. Dr. Ben Sessa segir að honum finnist MDMA ekkert endilega tengjast þessari menningu.

„Ef það væri í tísku að fólk misnotaði krabbameinslyf þá myndirðu ekki hugsa: „Ó allt í lagi, það er greinilega ekki öruggt að nota krabbameinslyf þegar læknar gefa þér þau.“ Læknar vita að þetta er ekki hættulegt. Fjölmiðlar halda að MDMA sé hættulegt einungis vegna pinkulitla fjöldans af fólki sem deyr vegna notkunarinnar á efninu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina