fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 13:48

Michael Gargiulo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem kallaður hefur verið „Hollywood Ripperinn“ var nýlega sakfelldur fyrir dómstóli í LA fyrir tvö morð og eina morðtilraun. Glæpirnir áttu sér stað fyrir löngu síðan, á sjö ára tímabili frá árinu 2001 til 2008. Maðurinn heitir Michael Gargiulo og er 43 ára gamall í dag. Um það leyti sem glæpirnir voru framdir var hann upprennandi leikari.

Leikarinn Ashton Kutcher bar vitni fyrir dómnum og sagði frá því er hann mætti til stefnumóts við stúlkuna heima hjá henni en dyrnar voru læstar. Hins vegar voru ljós kveikt. Er hann leit inn um glugga sá hann rauðan vökva sem hann taldi vera rauðvín sem hefði hellst niður.

Kutcher var 23 ára á þessum tíma og stúlkan sem hann ætlaði að hitta, Ellerin, var 22 ára. Morguninn eftir fann meðleigandi Ellerin látna í íbúðinni. Micheal Gargiulo hafði brotist inn til hennar og stungið hana mörgum sinni með hnífi.

Gargiulo var einnig sakfelldur fyrir að hafa stungið nágranna sinn til bana árið 2005, en það var kona að nafni Maria Bruno. Hún var þá 32 ára. Einnig var hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á 26 ára gamla konu árið 2008 en hún slapp frá honum.

Gargiulo var handtekinn árið 2008 og reyndi þá að flýja úr fangelsi. Saksóknarar telja að  Gargiulo hafi framið fleiri morð og það fyrsta hafi verið er hann sem unglingur myrti 18 ára stúlku árið 1993 í Chicago. Talið er að Gargiulo verði ákærður fyrir þann glæp síðar. Hann hefur nú þegar verið sakfelldur fyrir tvö morð og eina morðtilraun en refsing hans verður ákvörðuð síðar.

Sjá nánar á Huffington Post

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings