fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ný sjónvarpsþáttaröð um kynlífshneyksli Bill Clinton – „Hræðileg hugmynd að sýna þetta rétt fyrir forsetakosningarnar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 07:00

Bill Clinton og Monica Lewinsky.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky.” Margir muna eflaust eftir þessum orðum Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann sigldi í gegnum sannkallaðan ólgusjó 1998 vegna sambands hans við Monicu Lewinski sem var lærlingur í Hvíta húsinu.

Málið er víðsfjarri því að vera gleymt og hefur komið oft upp í umræðunni að undanförnum í tengslum við umræðu um að Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, verði stefnt fyrir ríkisrétt vegna framferðis hans í ýmsum málum.

Nú er verið að gera sjónvarpsþáttaröð um mál Clinton og Lewinsky og heitir hún „Impeachment“. Þetta verður þriðja tímabilið í hinni vinsælu „American Crime Story“ þáttaröðinni. Í henni hafa áður verið tekin fyrir morðið á Gianni Versace og réttarhöldin gegn O.J. Simpson.

Nýja þáttaröðin er þó frábrugðin að því leyti að ein aðalpersónum málsins kemur að gerð hennar. Monica Lewinsky er nefnilega meðal framleiðenda hennar.

Vanity Fair hefur eftir henni að áratugum saman hafi fólk tekið sögu hennar yfir og sagt hennar hlið málsins að henni forspurðri. Það sé ekki fyrr en á síðustu árum sem hún hafi haft tækifæri til að taka til máls varðandi málið.

„En ég er mjög þakklát fyrir þá þróun sem samfélagið hefur gengið í gengum en hún gerir fólki eins og mér, sem hafði verið þaggað niður í í gegnum tíðina, kleift að hefja raust sína upp á nýjan leik í umræðunni.“

Er haft eftir henni.

Ekki eru allir sáttir

En það eru ekki allir jafn sáttir og Lewinski með þáttaröðina, að minnsta kosti ekki sýningartíma hennar. FX Networks, sem framleiðir hana, hyggst frumsýna hana 27. september 2020 en þá eru aðeins fimm vikur í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur telja að sýning þáttaraðarinnar geti haft áhrif á kosningaúrslitin.

Mark Harris, rithöfundur og blaðamaður, segir til dæmis að það sé „hræðilegt hugmynd að sýna þetta rétt fyrir forsetakosningarnar“. Hann segir að Trump eigi sér engan draum heitari en að láta lokasprett kosningabaráttunnar snúast um Clinton-fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?