fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Lego markaðssetur kubba byggða á sjónvarpsþáttunum um Vini

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 21:30

Friends Lego. Mynd:Lego

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru 25 ár liðin frá því að sýningar hófust á hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum um Vini (Friends). Þættirnir eiga sér tryggan aðdáendahóp sem horfir enn á þættina þrátt fyrir að hafa séð þá oftar en hægt er að festa tölu á. Þessi sami hópur hlýtur nú að gleðjast mikið því 1. september næstkomandi koma kubbasett, frá Lego, byggð á þáttunum á markaðinn.

Í fréttatilkynningu frá Lego kemur fram að ef fólk langar að setjast niður og raða 1.079 kubbum saman til að eiga eigin míníútgáfu af Central Perk kaffihúsinu, þar sem vinirnir eyddu miklum tíma, þá styttist í að það verði hægt.

Að sjálfsögðu eru litlar útgáfur af Rachel, Monica, Phoebe, Ross, Joey og Chandler í settinu. Og Gunther, hinn ómissandi þjónn, er einnig með í settinu. Hægt er að gera eitt og annað úr kubbunum, til dæmis endurgera atriðið það sem Phoebe kom fram og söng og Ross spilaði á hljómborð.

Friends Lego. Mynd:Lego

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lego setur kubbasett úr vinsælum sjónvarpsþáttum á markaðinn. Til dæmis hafa verið gerð sett úr The Simpsons og The Big Bang Theory sem og Stranger Things þáttum Netflix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser