Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

Brá mikið þegar hann sá mynd af aflimuðum fæti föður síns á sígarettupakka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sjáir mynd af aflimuðum fæti föður þíns utan á sígarettupakka þar sem fóturinn er sýndur til að leggja áherslu á hætturnar sem fylgja reykingum. Þetta væri eflaust ekki þægileg upplifun en það er einmitt þetta sem sextugur albanskur karlmaður, sem býr í Metz í Frakklandi, lenti nýlega í. Það gerir málið enn undarlegra að fóturinn var ekki tekinn af föður mannsins vegna reykinga heldur vegna skotáverka sem hann hlaut 1997.

BBC skýrir frá þessu. Maðurinn keypti sér sígarettupakka í Lúxemborg og sá þá mynd af fæti föður síns utan á pakka. Honum brá mikið sem og fjölskyldunni því myndin var notuð án þeirra vitundar.

Lögmaður fjölskyldunnar, Antoine Fittante, hefur nú sett sig í samband við framkvæmdastjórn ESB til að reyna að komast að hvað snýr upp og niður í þessu undarlega máli. Hann segir að sérhvert ör sé auðþekkjanlegt og sérstakt. Maðurinn sé einnig með brunasár á hinum fætinum og því verði sérfræðingar ekki í erfiðleikum með að staðfesta að þetta séu myndir af fæti mannsins. Hann segir að skjólstæðingur hans telji sig illa svikinn og að lítið hafi verið gert úr honum með því að nota fötlun hans til aðvörunar á sígarettupakka.

The Guardian segir að framkvæmdastjórn ESB hafi vísað því á bug að myndin sé af manninum og segi að það sé algjör tilviljun að ör og brunasár séu eins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára kona ætlaði í bankann með leigubíl – Bílstjórinn sneri við og fór með hana á lögreglustöðina

92 ára kona ætlaði í bankann með leigubíl – Bílstjórinn sneri við og fór með hana á lögreglustöðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grétu og fóru með bænir í gríðarlegri ókyrrð | Myndband

Grétu og fóru með bænir í gríðarlegri ókyrrð | Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír af hverjum fjórum Áströlum hafa orðið fyrir áhrifum af gróðureldunum

Þrír af hverjum fjórum Áströlum hafa orðið fyrir áhrifum af gróðureldunum