fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Pressan

Donald Trump Jr. spyr út í uppruna Kamala Harris – „Það er ógeðslegt“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 1. júlí 2019 18:05

Kamala Harris vill gjarnan að fleiri kjósendur skrái sig sem Demókrata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris sækist nú eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í næstkomandi forsetakosningum í Bandaríkjunum, en hún er í hópi þeirra sem eru hvað líklegust til að fá útnefninguna.

Harris sem er dökk á hörund varð skotmark Ali Alexander sem er íhaldssamur fréttaskýrandi, sem tísti skoðun sinni á Harris. Frá þessu er greint í frétt USA Today

„Kamala Harris er ekki amerísk-svört. Hún er hálf indversk og hálf jamísk. Ég er þreyttur á fólki sem stelur amersískum-svörtum (líkt og sjálfum mér) sögu okkur. Það er ógeðslegt.“

Donald Trump Jr. elsti sonur bandaríkjaforsetans Donald Trump, endur-tísti þessum skilaboðum Ali, og bætti við „Er þetta satt? Vá,“

Trump Jr. eyddi tísti sínu skömmu eftir birtingu.

Margir hafa gagnrýnt bæði Ali og Trump Jr. en þar á meðal nokkrir samkeppnisaðilar Harris um útnefningu demókrataflokksins til dæmis Elizabeth Warren og Bernie Sanders

„Donald Trump Jr. er líka rasisti. Sjokker,“ sagði í tísti Bernie Sanders

Andy Surabian, talsmaður Trump Jr. afsakaði endir-tíst Trump með því að segja „Hann var einfaldlega að spyrja hvort það væri satt að Kamala Harris væri hálf-Indversk því hann hafði aldri heyrt um það áður,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu