Kamala Harris sækist nú eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í næstkomandi forsetakosningum í Bandaríkjunum, en hún er í hópi þeirra sem eru hvað líklegust til að fá útnefninguna.
Harris sem er dökk á hörund varð skotmark Ali Alexander sem er íhaldssamur fréttaskýrandi, sem tísti skoðun sinni á Harris. Frá þessu er greint í frétt USA Today
„Kamala Harris er ekki amerísk-svört. Hún er hálf indversk og hálf jamísk. Ég er þreyttur á fólki sem stelur amersískum-svörtum (líkt og sjálfum mér) sögu okkur. Það er ógeðslegt.“
Donald Trump Jr. elsti sonur bandaríkjaforsetans Donald Trump, endur-tísti þessum skilaboðum Ali, og bætti við „Er þetta satt? Vá,“
Trump Jr. eyddi tísti sínu skömmu eftir birtingu.
Margir hafa gagnrýnt bæði Ali og Trump Jr. en þar á meðal nokkrir samkeppnisaðilar Harris um útnefningu demókrataflokksins til dæmis Elizabeth Warren og Bernie Sanders
„Donald Trump Jr. er líka rasisti. Sjokker,“ sagði í tísti Bernie Sanders
Andy Surabian, talsmaður Trump Jr. afsakaði endir-tíst Trump með því að segja „Hann var einfaldlega að spyrja hvort það væri satt að Kamala Harris væri hálf-Indversk því hann hafði aldri heyrt um það áður,“