fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Raðmorðingi berst fyrir lífi sínu – Vill frestun á aftökunni því hann óttast að finna til

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Joe Long, 65 ára fangi á dauðadeild í Flórída, berst nú fyrir því að dauðadómi yfir honum, sem til stendur að framfylgja á fimmtudag, verði frestað. Ástæðan er sú að Bobby óttast að finna til þegar banvænni lyfjablöndu verður dælt í líkama hans.

Bobby, sem er flogaveikur, var dæmdur til dauða fyrir hrottaleg morð á átta konum á níunda áratug síðustu aldar. Glæpirnir voru allir framdir í Flórída en þar að auki var hann dæmdur fyrir að nauðga 40 konum.

Ef fer sem horfir verður Bobby 98. fanginn til að verða tekinn af lífi síðan dauðarefsingar voru heimilaðar að nýju í Flórída árið 1976.

Lögmaður Bobby hefur lagt fram beiðni þess efnis að aftökunni verði frestað af ótta við að lyfið etomidate muni ekki virka. Lyfið er eitt þriggja lyfja sem til stendur að nota í aftökunni og það fyrsta sem dælt er í líkamann.

Konurnar sem Bobby myrti.

Ef allt er eðlilegt ætti Bobby að missa meðvitund þegar lyfið fer inn í blóðrásina en lögmaður hans telur hættu á að Bobby fái flog í ljósi þess að hann er flogaveikur. Þá kemur fram í beiðninni að fjötrar;  til dæmis handjárn, fótajárn og keðjur, muni gera það að verkum að Bobby geti ekki hreyft sig í aðdraganda aftökunnar. Það muni valda honum óþægindum og sársauka.

Í frétt breska blaðsins Mirror er bent á það að áhyggjur Bobby séu kaldhæðnislegar í ljósi þess að honum var ekki beint umhugað um fórnarlömb sín, eða aðstandendur þeirra, þegar hann framdi voðaverkin. Blaðið ræðir við Lula Williams, en dóttir hennar Chanel var myrt af Bobby árið 1984. Hún segir að Bobby geti ekki kvartað mikið enda hafi hann valdið ómældum sársauka þegar hann myrti Chanel.

Bobby kvæntist æskuástinni sinni, Cindy Gutherie, árið 1974 en svo virðist sem slys, þar sem Bobby hlaut alvarlega höfuðáverka, hafi breytt honum mikið.

„Við vorum saman í mörg ár og áttum góða tíma sama. Hann var kærleiksrík manneskja og besti vinur minn,“ hefur Mirror eftir Cindy. Þegar Bobby datt á reiðhjóli sínu og hlaut höfuðáverka breyttist hegðun hans og skap mikið. „Eftir það byrjaði hann að beita mig líkamlegu ofbeldi,“ segir hann en hjónin skildu árið 1980 eftir að hafa eignast tvö börn saman.

Fyrsta morðið framdi Bobby árið 1984 en alls var hann sakfelldur fyrir átta morð í Tampa og nágrenni borgarinnar. Ólíklegt þykir að Bobby verði að ósk sinni um frestun aftökunnar og því bendir flest til þess að hann muni draga andann í síðasta sinn næstkomandi fimmtudag, 23. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð