fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Banvænn vírus breiðist ógnarhratt út – Veldur hvítblæði, bronkítis og eitlakrabbameini

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin banvæni vírus HTLV-1, sem getur valdið hvítblæði, bronkítis og eitlakrabbameini breiðist nú hratt út í norðurhluta Ástralíu. Engin lækning er þekkt við vírusnum og læknar víða um heim hvetja nú til aðgerða til að hægt verði að stöðva útbreiðslu vírussins.

Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að á mörgum svæðum í norðanverðri Ástralíu séu allt að rúmlega 40 prósent fullorðinna með vírusinn. Verst er ástandið í bæjum þar sem ástralskir frumbyggjar eru margir.

Robert Gallo uppgötvaði HTLV-1 vírusinn fyrir tæplega 40 árum. Hann hefur miklar áhyggjur af þróun mála. Hann segist ekki skilja af hverju ekki sé lögð meiri áhersla á rannsóknir á hvernig er hægt að hemja útbreiðslu vírussins.

„Fjöldi smitaðra er kominn úr böndunum. Enginn, sem ég veit um í heiminum, hefur gert eitthvað til að reyna að meðhöndla þennan vírus. Það eru fáar, nánast engar, tilraunir til að búa til bóluefni nema japönsk rannsókn. Það er því galopið fyrir rannsóknir til að þróa bóluefni.“

Sagði hann í samtali við CNN.

Graham Taylor, prófessor við Imperial College London, segir að ástæðan fyrir áhyggjum lækna nú sé hversu algengur hann er meðal frumbyggja Ástralíu. Líklegast hafi engin þjóðfélagshópur svo hátt smithlutfall. Hann benti á að HTLV-1 sé einnig að finna í nokkrum öðrum ríkjum.

Vitað er að vírusinn er að finna í Japan, hlutum Karabískahafsins, Brasilíu, Perú, Kólumbíu, hlutum Afríku og nokkrum ríkjum í Miðausturlöndum.

Taylor lagði áherslu á að fólk þurfi þó ekki að óttast útbreiðslu vírussins því smitleiðir hans eru fáar. Hann smitast við brjóstagjöf, óvarið kynlíf og blóðblöndun en ekki með lofti eða hráka.

Taylor sagði að stærsta vandamálið væri að afar fá ríki skimi eftir vírusnum og þess vegna séu líkur á að hann berist á milli fólks við blóðgjafir og líffæragjafir.

Bandarísku samtökin National Organization for Rare Disoreders segja að 10-20 milljónir manna um allan heim séu sýktir af HTLV-1 vírusnum. Dánarhlutfallið er mjög hátt því ekki er til lækning við mörgum þeirra sjúkdóma sem vírusinn veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings