fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Skipverjarnir voru dæmdir fyrir morð og nauðgun: Tuttugu árum síðar fá þeir hundruð milljóna í bætur

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum hafa fallist á að greiða fjórum skipverjum, sem sakaðir voru um hryllilega glæpi árið 1997, milljónir í bætur.

Mennirnir; Eric Wilson, Danial Williams, Joe Dick og Derek Tice voru sakfelldir fyrir morð og nauðgun á ungri konu, Michelle Moore-Bosko. Þeir voru sakfelldir í málinu árið 1999 og voru þrír mannanna; Tice, Williams og Dick dæmdir í lífstíðarfangelsi. Wilson var dæmdur í rúmlega átta ára fangelsi fyrir sinn þátt í ódæðinu.

Það var svo ekki fyrr en árið 2016 að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirliggjandi sönnunargögn í málinu bentu til þess að fjórmenningarnir hefðu hvergi komið nálægt morðinu. Mennirnir voru náðaðir af ríkisstjóra Virginíu á síðasta ári og nú hafa borgaryfirvöld í Norfolk samþykkt að greiða mönnunum 4,9 milljónir dala í bætur og þá fá þeir 3,5 milljónir dala frá Virginíuríki.

Það var sumarið 1997 sem eiginmaður Michelle kom að henni látinni í íbúð þeirra í Norfolk. Eiginmaðurinn var sjóliði í bandaríska hernum og hafði verið á sjó í rúma viku. Williams bjó í sömu byggingu og hjónin og var lögregla fljót að beina sjónum sínum að honum þar sem hann hafði reynt við Michelle skömmu fyrir morðið. Williams játaði glæpinn á sig en síðar kom í ljós að um þvingaða játningu var að ræða. Það sama átti við í tilvikum hinna mannanna sem voru vinir Williams.

Fimmti maðurinn var síðar sakfelldur, Omar Ballard, en DNA-sýni frá honum fannst á vettvangi morðsins. Hann játaði sök árið 2000 og sagðist hafa verið einn að verki þegar hann nauðgaði og myrti Michelle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð