fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Emelíu var bannað að hringja í neyðarlínuna þegar unglingur lá deyjandi á gólfinu – „Vildi ekki löggusvín inn í íbúðina“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 21:00

Emelía og Marcus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 10. mars síðastliðinn var Emelía Gunnarsdóttir stödd í samkvæmi í heimahúsi ásamt öðru fólki. Um nóttina lést 14 ára drengur inni á baðherbergi íbúðarinnar og vinkona hans varð fyrir heilaskaða af völdum ofneyslu fíkniefna. Þegar Emelía ætlaði að hringja í neyðarlínuna var henni bannað að gera það því íbúðareigandinn „vildi ekki löggusvín inn í íbúðina“.

Eins og DV skýrði frá í morgun lést Marcus Elias Andersen í umræddu samkvæmi en það var haldið í íbúð á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Í þætti TV2, En mors kamp – hvorfor skulle min søn dø?, eða Barátta móður – af hverju þurfti sonur minn að deyja?, sem sýndur verður annað kvöld er meðal annars rætt við Emelíu um þetta örlagaríka kvöld.

Fram kemur að þegar Emelía kom í samkvæmið um klukkan 21.30, ásamt yngri systur unnusta síns, hafi það verið í fyrsta sinn sem hún kom þangað. Loftið hafi verið þykkt af sígarettureyk, dimmt hafi verið í íbúðinni og draslaralegt. Vodkaflaska hafi staðið á sófaborðinu. Við hlið hennar hafi verið bakki sem var notaður undir hass og tóbak. Emelía var ekki í vafa um að sumir þeirra sem þarna voru höfðu reykt hass.

Umráðamaður íbúðarinnar, Niccoline sem er 42 ára, var heima. Emelía hafði heyrt að íbúðin væri staður þar sem hægt væri að koma og gera hluti sem ungmenni geta venjulega ekki gert heima hjá foreldrum sínum, það er að drekka áfengi, reykja og verri hluti en það.

Þegar hún fór á klósettið lá Marcus á gólfinu. Hann var fölur að hennar sögn og hafði ælt á gólfið. Hún taldi að hann hefði drukkið sig svo fullan og fór því út og lokaði á eftir sér og fór aftur inn í stofu. Skömmu síðar heyrði hún Marcus kalla. Hann sagðist vera þyrstur svo Emelía færði honum vatnsglas. Á meðan hún hjálpaði honum að drekka sagði hann að honum liði ekki lengur vel. Hann fyndi ekki fyrir fótunum. Emelía segist ekki hafa skilið að fullu hversu alvarlegt þetta var og hafi enn haldið að hann hafi bara drukkið áfengi. Hún taldi að tilfinningaleysið í fótunum væri vegna þess að hann lá á köldu baðherbergisgólfinu og var kalt. Hún lagði jakka yfir han og spurði hvort hún ætti að slökkva svo hann gæti sofnað. „Já, takk.“ Sagði Marcus. Það var það síðasta sem hann sagði við hana.

Mátti ekki hringja í neyðarlínuna

Á ellefta tímanum komu lögreglumenn í íbúðina en þeir voru að leita að vini Marcus. Þeir skráðu niður nöfn og kennitölur allra sem voru í íbúðinni. Enginn vildi viðurkenna að vera undir áhrifum vímuefna. Lögreglumennirnir kíktu í öll herbergin nema baðherbergið. Þeir fóru síðan með vin Marcus og létti öllum við það. Emelía segir í þættinum að hún muni vel að Niccoline og einn viðstaddra hafi þá rætt um hversu gott var að lögreglan fann ekki Marcus inni á baðherberginu því það hefði haft vandræði í för með sér.

Emelía segir að alvara málsins hafi fyrst runnið upp fyrir henni þegar hún fékk að vita að bæði Marcus, kærasta hans (dóttir Niccoline) og vinur hans hefðu tekið einhverjar töflur. Marcus hafði tekið mest, kærastan næst mest og vinurinn aðeins minna. Hún fór því aftur til að athuga með ástand Marcus sem var orðinn kaldur og mjög fölur. Líkami hans virtist stífur og hann hreyfði sig alls ekki. Hún fékk aðstoð við að bera hann fram á gang. Þar lýsti hún í augu hans með síma sínum en hann sýndi engin viðbrögð. Hún vildi hringja í neyðarlínuna til að fá sjúkrabíl fyrir hann en gerði það ekki því Niccoline hafði sagt að hún „vildi ekki fá sjúkrabíl eða löggusvín inn í íbúðina“.

Einn af piltunum, sem voru í samkvæminu, stakk þá upp á að þeir myndu bera Marcus út á gangstétt og hringja síðan á sjúkrabíl og segja að þeir hefðu fundið hann þar. Þetta myndi ekki styggja Niccoline. Þetta gerðu piltarnir.

Endurlífgunartilraunir bráðaliða, lögreglumanna og lækna báru ekki árangur og Marcus var úrskurðaður látinn skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús.

Í október var Niccoline dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa skilið dóttur sína og Marcus eftir ósjálfbjarga. Í dómsorði kom fram að ábyrgðin væri öll Niccoline því hún hefði verið eina fullorðna manneskja í íbúðinni og hefðu dóttir hennar og Marcus verið í hennar umsjá. Dómurinn sagði að þrátt fyrir að ungmennin ættu að vita að hringja ætti í 112 við svona aðstæður væri það alfarði á ábyrgð Niccoline að það var ekki gert. Dóttir hennar beið varanlegan heilaskaða af fíkniefnaneyslunni þetta kvöld.

Emelía segir að í dag hugsi hún með sér að það sé alveg jafn mikið hennar sök og annarra, sem voru í samkvæminu, að Marcus sneri aldrei aftur heim til móður sinnar. Ekkert þeirra hafi gert það sem þau gátu til að koma honum til bjargar í tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf