fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Enn hækkar dánartalan vegna skógareldanna í Kaliforníu – Rúmlega 1.000 er saknað

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 06:48

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Kaliforníu hafa staðfest að 71 lík hafi fundist á hamfarasvæðunum í Kaliforníu þar sem miklir skógareldar geisa. Þá hefur tala þeirra sem saknað er hækkað úr 631 í rúmlega 1.000. Kory Honea, lögreglustjóri í Butte sýslu, skýrði frá þessu í gærkvöldi. Hann tók fram að ekki væri víst að allir á listanum væru týndir heldur hefði fólk bjargað sér frá eldhafinu en hafi ekki látið yfirvöld vita og viti ekki að þeirra er „saknað“.

9.700 hús og 144 fjölbýlishús eyðilögðust í eldhafinu í bænum Paradise, þar sem 27.000 manns bjuggu, og í nágrannabæjunum Magalia og Concow.

Slökkviliðsmönnum hefur orðið betur ágengt í baráttunni við eldana undanfarnar klukkustundir en undanfarna daga og telja sig nú hafa stjórn á um 45% þeirra.

Fjöldi manna leitar að líkamsleifum í brunarústum á hamfarasvæðunum sem eru víða í Kaliforníu. Þetta er mannskæðasti skógareldurinn í Bandaríkjunum í eina öld hið minnsta.

Donald Trump, forseti, heimsækir hamafarasvæðin í dag og ætlar að ræða við íbúa. Ekki er víst að allir taki honum opnum örmum eftir ummæli hans á Twitter nýlega þar sem hann sagði að lélegri stjórn skógræktarmála væri um að kenna að eldarnir hefðu kviknað og náð svona mikilli útbreiðslu. Hann hótaði einnig að stöðva greiðslur alríkisins til Kaliforníu vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu