fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Læknir birti þessa mynd og uppskar ótrúleg viðbrögð

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristin Gee er læknir í Los Angeles sem hefur séð ýmislegt í starfi sínu á bráðamóttökunni. Eitt það versta sem hún þarf að glíma við er fólk sem kemur á slysadeild, oft nær dauða en lífi, með skotsár.

Kristin birti meðfylgjandi mynd á Twitter-síðu sinni um helgina og gagnrýndi um leið samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, harðlega.

Skotárásir hafa verið tíðar í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Aðeins eru nokkrir dagar síðan tólf voru myrtir á bar í Kaliforníu.

Fjölmargir hafa kallað eftir strangari byssulöggjöf í Bandaríkjunum og er heilbrigðisstarfsfólk í þeim hópi. Forsvarsmenn NRA hafa reynt að þagga niður í gagnrýnisröddum og meðal annars sagt læknum og öðrum í heilbrigðisgeiranum að skipta sér ekki af – þetta fólk eigi að einbeita sér að sínu starfi sem tengist byssum ekki á nokkurn hátt.

En Kristin svaraði þessu með meðfylgjandi mynd og sagði að nákvæmlega svona væri starf hennar. „Við munum ekki láta þagga niður í okkur um byssuofbeldi. Ég tala fyrir hönd þessa sjúklings – foreldra hans sem verða aldrei samir og fyrir alla sem munu koma á eftir honum,“ sagði Kristin.

Myndin og færslan hefur vakið mikla athygli og hafa rúmlega 80 þúsund manns sett hjarta við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu