fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Fyrrum eiginkona dönsku Lindu P er sár – „Af hverju hélt hún framhjá mér með konum ef hún var ekki lesbía“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 19:30

Linda P og Melissa á meðan allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimm ár voru Melissa Nicolajsen og Linda P par og þar af giftar í tvö ár. Sambandið var stormasamt en Melissa segir að eftir að upp úr því slitnaði sé verst að heyra haft eftir Lindu í fjölmiðlum að hún sé ekki samkynhneigð og hafi aldrei verið ástfangin af henni.

Nú skal gæta þess að rugla ekki saman hinni dönsku Lindu P við fegurðardrottinguna okkar Lindu Pé. En hver er hin danska Linda P? Linda hin danska  er þekktur grínisti, leikari og handritshöfundur í Danmörku og vel þekkt á forsíðum dagblaða og vikublaða og því hefur skilnaðurinn vakið töluverða athygli í gegnum árin en þær skildu 2013. Upp á síðkastið hafa fjölmiðlar fjallað töluvert um hann og nýlega birti BT viðtal við Lindu P um samband þeirra.

Í samtali við BT sagði Melissa að henni ætti að vera hætt að bregða en það gerist nú samt sem áður enn yfir hvernig Linda afneiti sambandi þeirra og láti það hljóma eins og um eitt stórt leikrit hafi verið að ræða og að hún hafi aldrei verið ástfangin af sér.

„Í mínum heimi er þetta klikkað.“

Melissa og Linda hafa varla ræðst við síðan þær skildu en á síðasta ári hringdi Linda í Melissu til að segja henni að hún væri búin að finna sér nýjan maka og að það væri karlmaður.

„Hún sagði að ég væri líklega ekki fyrir karla af því að ég hefði ekki hitt þann eina rétt enn. Þetta hljómaði eins og hún væri frelsuð og hefði fundið tilganginn með lífinu. Ég hugsaði bara með mér: „Ertu búin að gleyma hvar við kynntumst? Ég er enn með nafnið þitt húðflúrað á fótlegginn.““

Sagði Melissa sem á erfitt með að trúa Lindu þegar hún segist aldrei hafa verið samkynhneigð.

Melissa segir að Linda hafi verið eins og tveir persónuleikar. Þegar hún var edrú hafi hún verið dásamleg og þær hafi átt góðar stundir. Öðru máli gegndi þegar Linda notaði kókaín og hélt framhjá með mörgum konum, þá hafi verið um allt aðra Lindu að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“