fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hversu oft skiptir þú á rúminu þínu? Sefur þú í bakteríu- og sveppagarði?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eyðum meira en þriðjungi lífsins í rúminu. Flestir eru með lak á því og nota sæng og kodda og setja koddaver og sængurver utan um. En hversu oft skiptir þú um lak, koddaver og sængurver? Hversu oft á að skipta á rúminu og þvo lök og kodda- og sængurver?

Ef sængurfötin eru ekki þvegin nógu oft þá verður rúmið fljótlega að einhverskonar bakteríu- og sveppagarði. Þetta segir Philip Tierno, örverufræðingur við New York háskóla. Örverurnar geta valdið veikindum hjá okkur því er nauðsynlegt að skipta reglulega um sængurfatnað.

Business Insider skýrir frá þessu. Þar kemur fram að Tierno segi að það þurfi að skipta á rúmunum einu sinni í viku. Niðurstöður rannsóknar frá 2017 styðja þetta en þær voru birtar í The Journal of Allergy and Clinical Immunology.

Mörg þúsund bandarísk heimili voru rannsökuð og var niðurstaðan að á rúmlega 90 prósent þeirra voru að minnsta kosti þrír ofnæmisvaldar. Þessir ofnæmisvaldar geta leynst í sængurfatnaði, þar sem nef og munnur fólks er nærri, og getur valdið nefrennsli og hnerrum. Tierno segir að fólk geti fengið ofnæmisviðbrögð þótt það sé ekki með ofnæmi.

Á einu ári myndar meðalmaðurinn um 100 lítra af svita á meðan hann liggur í rúminu. Þetta skapar kjöraðstæður fyrir örverur enda er heitt undir sængum og rakt. Á koddum geta allt að 16 sveppategundir komið sér fyrir og þrifist ágætlega.

En það er meira en bara sviti sem fer af okkur í rúmið og má þar nefna munnvatn og útferð frá endaþarmi. Allt getur þetta haft áhrif á heilsufar fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu