fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 21:00

Mynd: Lexus.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins tveimur mánuðum hefur þremur Lexus bílum verið stolið frá hjónum. Þjófarnir nýttu sér nútímatækni til að stela bílunum sem eru með sjálfvirkt læsingakerfi. Læsingakerfið samanstendur af sendi í bílnum og í bíllyklunum. Kerfið gerir að verkum að ekki þarf að taka lyklana upp úr vasanum til að opna bílinn því það gerist sjálfkrafa þegar lyklarnir eru innan ákveðins radíuss frá bílnum.

Þetta geta óprúttnir aðilar nýtt sér með sérstökum tæknibúnaði sem gerir þeim kleift að nema merkjasendingarnar og eiga við þær þannig að bílarnir opnast. Það er einmitt þetta sem var gert með bíla hjónanna sem búa í Ottawa í Kanada. Fyrir tæplega tveimur mánuðum var Lexus bíl stolið úr bílskúr þeirra. Fyrir viku var síðan tveimur Lexus bílum stolið úr bílskúrnum þeirra.

CTV News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta hafi gerst þrátt fyrir að hjónin hafi geymt bíllyklana í sérstökum kassa sem er hannaður til að koma í veg fyrir að hakkarar geti komist inn í merkjasendingarnar.

En bílþjófar létu einnig til skara skríða hjá nágrönnum þeirra hjóna því nokkrum Lexus bílum til viðbótar var stolið í hverfinu í síðustu viku.

Í umfjöllun The Drive kemur fram að reyndir hakkarar þurfi ekki nema um 30 sekúndur til að komast inn í merkjasendingar sem þessar og opna bíla.

Það þarf ekki að koma á óvart að hjónin eru ekki viss um að þau muni fá sér Lexus aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð