fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Allt á reiðiskjálfi í bresku ríkisstjórninni – Brexitráðherrar segja af sér

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 04:14

David Davis. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Davis, sem hefur gegnt ráðherrastöðu í bresku ríkisstjórninni og stýrt viðræðunum við ESB, sagði af sér í gærkvöldi. Hann sagði að nú væri „sífellt ólíklegra“ að Íhaldsflokkurinn myndi ná árangri í Brexit viðræðunum við ESB og standa við loforð um að Bretland segi skilið við ESB og innri markað þess. Í afsagnarbréfi sínu sagði hann að stefnan, sem hefur verið mörkuð í málinu, setji ríkisstjórnina í besta falli í veika samningsstöðu og í versta falli í vonlausa stöðu.

Sky segir að Steve Baker, Brexitráðherra, hafi einnig sagt af sér. Þeir sem styðja Brexit heilshugar innan Íhaldsflokksins eru ósáttir við þá stefnu sem Theresa May, forsætisráðherra, hefur markað og fékk ráðherra sína til að samþykkja fyrir helgi. Allt virðist leika á reiðiskjálfi innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins og búast margir við að fleiri ráðherra segi af sér embætti. Ekki er talið útilokað að May verði skoruð á hólm sem formaður flokksins vegna málsins.

Davis og allir ráðherrar ríkisstjórnarinn skrifuðu undir áætlun May í síðustu viku en í afsagnarbréfi sínu réðst Davis á áætlunina og sagði hana gera „hina meintu stjórn þingsins tálsýn frekar en raunverulega“.

Í þakkarbréfi til Davis segist May vera ósammála orðum hans um þá stefnu sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar mörkuðu fyrir helgi og segir að ríkisstjórnin muni ná árangri í málinu í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og loforða í stefnuskrá. Þar á meðal muni verða bundinn endi á „frjálsa för“ samkvæmt reglum ESB, „nýtt fyrirkomulag viðskipta við ESB“, „hætt verði að senda háar fjárhæðir til ESB árlega“ og að „landamæramál Írlands og Norður-Írlands verði leyst farsællega“.

Nú beinast sjónir fólks að öðrum stuðningsmönnum Brexit innan ríkisstjórnarinnar og hvort þeir muni fylgja Davis. Þar er Boris Johnson sérstaklega nefndur til sögunnar en hann var einn ötulasti stuðningsmaður Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð