Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Anette Harbech sem hefur skrifað bókina ´Hjernegod mad´ og rekur heimasíðuna madforlivet.com. Hún segir að Sulforaphan bindi vandræðaefni og óæskileg efni í líkamanum og sjái um að losa líkamann við þau. Efnið er í fleiri káltegundum og grænu grænmeti en spergilkál innheldur einna mest af því.
Hún segir að til að efnið virki sem allra best þurfi að sjóða spergilkálið í um eina mínútu.
Mæður þessa heims hafa því haft mikið til síns máls í gegnum tíðina þegar þær hafa sagt börnum sínum að borða meira spergilkál því það væri svo hollt.