fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Danskur liðsmaður Íslamska ríkisins handtekinn í Tyrklandi – Vill komast heim – Stjórnmálamenn telja að ekkert liggi á

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. maí 2018 08:27

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskur ríkisborgari, sem er grunaður um hryðjuverkastarfsemi, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann barðist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann kom einnig fram í áróðursmyndbandi samtakanna en þar sást hann skjóta á ljósmyndir af dönskum stjórnmálamönnum.

Radio24syv skýrir frá þessu og segir að maðurinn hafi farið til Sýrlands ásamt þremur öðrum í upphafi átakanna í Sýrlandi á vegum hóps sem kallar sig „Kaldet til Islam“. Hinir þrír, sem fóru með honum til Sýrlands, féllu allir í átökum þar í landi.

Fjórmenningarnir voru kærðir fyrir brot á dönsku hryðjuverkalöggjöfinni 2014 og hefur maðurinn verið eftirlýstur á alþjóðavettvangi síðan.

Síðast sást til mannsins í Tyrklandi á síðasta ári ásamt konu hans, sem hann kvæntist í Sýrlandi, og tveimur börnum þeirra. Nú hefur tyrkneska lögreglan haft uppi á þeim öllum.

Systir mannsins segir að hann vilji verða framseldur til Danmerkur strax. Hann sé illa særður eftir sprengjuárás og sé í hjólastól. Hún segir að fjölskylda hans vilji gjarnan fá hann heim, jafnvel þótt það þýði að hann hljóti dóm. Hann eigi rétt á að vera sóttur til saka í Danmörku eins og aðrir danskir ríkisborgarar sem gera mistök.

„Hann hefur einnig brýna þörf fyrir læknisaðstoð. Það er ekki mannúðlegt að láta hann sitja og rotna við þær aðstæður sem þau eru í núna.“

Sagði systirin í samtali við Radio24syv.

Lögreglan hefur farið fram á að maðurinn verði framseldur til Danmerkur.

Margir stjórnmálamenn sem Radio24syv ræddi við telja hins vegar ekki liggi mikið á að fá manninn til Danmerkur.

„Við skuldum honum ekkert. Þess vegna finnst okkur ekki að við eigum að gera nokkuð til að fá hann og aðra eins og hann heim. Hann hefur valið það gildismat, sem við lifum eftir í Danmörku, frá.“

Sagði Morten Bødskov þingmaður jafnaðarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf