Blaðamaðurinn Alex Tewfik hjá Food & Wine skrifar ansi áhugaverðan pistil um hvernig er hægt að láta ódýran bjór bragðast stórkostlega. Það þarf í raun bara eitt hráefni, sem kemur svo sannarlega á óvart.
Að sögn Alex er besta leiðin til að drekka ódýran bjór að hella „hot sauce“, eða sterkri sósu, ofan á topp bjórdósarinnar þannig að sósan leki fram af brúninni og jafnvel aðeins ofan í bjórinn.
Alex fer mikinn í pistlinum og segir að þetta hljómi fáránlega og að hann sjálfur hafi ekki trúað því að þetta væri góð blanda. Þegar allt kom til alls segir Alex þetta hafa verið frábæra blöndu og virkilega skemmtilega og nýstárlega leið til að gera vondan bjór þolanlegan.
Hann vill þó meina að það sé líka lykilatriði að bera bjórinn fram með sneið af súraldin, þó það velti algjörlega á neytandanum hvort hann nýti sér súraldinið eður ei.