Kjúklingur er vinsæll matur, en við höfum áður sagt frá því að það séu mistök að skola kjúkling áður en hann er eldaður. Það eru hins vegar ein önnur mistök sem margir gera þegar að kjúklingur er eldaður.
Það er nefnilega mjög góð hugmynd að þurrka kjúkling áður en hann er eldaður, sem hljómar kannski skringilega en er alveg satt.
Best er að taka kjúkling úr pakkningunum, setja á disk og leyfa kjúklingnum að þurrkast í ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en hann er eldaður. Síðan er kjúklingurinn tekinn úr ísskápnum og hann þurrkaður með pappírsþurrkum rétt fyrir eldun. Með þessari leið fæst dásamlega stökk og brún húð á kjúklinginn.