fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 14:30

Vatnsmelónur eru góðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af matvörunum sem öskrar á sumar er klárlega vatnsmelóna. Safarík, fersk og dásamlega bragðgóð. Vatnsmelóna hentar líka í ýmislegt – allt frá salötum til drykkja.

Á vefsíðunni Taste of Home er farið vel yfir hvernig á að velja vatnsmelónu, en helstu mistökin sem fólk gerir í matvöruversluninni er einfaldlega að taka ekki vatnsmelónuna upp og skoða hana.

Vatnsmelóna ætti að vera 92% vatn þannig að þyngri vatnsmelóna er safaríkari og dásamlegri. Því er mælt með að neytendur taki upp nokkrar vatnsmelónur til að finna hve þungar þær eru og alltaf velja þá þyngstu því hún er safaríkust.

Þá er einnig hægt að athuga hvort að rákirnar í berkinum séu dökkgrænar, hvort það séu gulir blettir á melónunni og hvort það heyrist holur hljómur þegar að bankað er í hana til að sjá hvort hún sé þroskuð og tilbúin til áts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum