fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Hallgrímur Ólafs gefur góð kálböggla ráð: „Það sem allir klikka á nema ég“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 22:00

Leikarinn og kálbögglarnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson er mikill áhugamaður um unnar kjötvörur og birtir reglulega matarmyndir á samfélagsmiðlum. Hann sló þó öll met þegar hann birti myndband af sér að elda svokallaða kálböggla, sem einhverjir kalla einfaldlega kjötfars og kál, á Facebook. Við myndbandið skrifaði hann:

„Prufu eldun á jólamatnum.“

Í kjölfarið var Hallgrímur í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1 þar sem hann gaf lesendum góð ráð er varðar matreiðslu á kjötfarsbollum og soðnu káli.

„Þetta er mikil fræði, sko. Maður kaupir helst úr kjötborðinu. Það er þægilegast,“ segir Hallgrímur, en játar þó að kjötfarsið í umræddu myndbandi hafi ekki verið úr kjötborði heldur úr túpu. Því hafi bollurnar ekki orðið sérstaklega fallegar.

„Trixið er að kaupa saltað kjötfars. Það er óhollara, en betra. Það sem allir klikka á nema ég er að ég vil ekki hafa kálið saman við, ekki búa til bollur með káli. Kálið á að fara ofan í rétt áður en þú borðar það. Það má ekki vera hægt að drekka það með röri,“ segir leikarinn knái.

En var hann í raun að æfa sig fyrir jólamatinn?

Skjáskot úr kálböggla myndbandinu fræga.

„Ég ætla að hafa þetta á aðfangadag,“ segir hann og hlær. „En án gríns þá væri þetta fullkomið því þá myndu allir borða. Það er alltaf eitthvað vesen með krakkana,“ segir hann og bætir við: „En þetta er það sem allir éta heima hjá mér.“

Kálbögglar verða þó víðs fjarri á aðfangadag.

„Ég borða yfirleitt önd. Hún er alveg óunnin. Mér finnst samt ali önd betri en villiönd.“

Skammast sín allir

Hallgrímur var alinn upp á unnum kjötvörum, sérstaklega kálbögglum, eins og margir Íslendingar. Hann furðar sig á því hvernig neysla á kálbögglum er litin hornauga í samfélaginu.

„Það borða þetta allir, sko. Það finnst öllum þetta gott. En svo er eins og maður eigi að fara í fangelsi fyrir þetta. Það er bara rugl. Það skammast sín allir fyrir að éta þetta,“ segir hann. Honum finnst mikilvægt að halda í þennan klassíska rétt og kann ekki við nýbreytni þegar kemur að kálbögglum.

„Þetta á bara að vera eins og það var. Þetta má ekki gleymast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum