Föstudagur 21.febrúar 2020
Kynning

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hurðafélagið ehf. er ekki gamalt fyrirtæki en hefur stækkað ört frá því það var stofnað í fyrravor. „Starfsemin byrjaði rólega síðasta sumar og með haustinu fór boltinn heldur betur að rúlla. Starfsemin er komin vel af stað og í dag þjónustum við fasteignafélög, húsfélög, og einstaklinga og erum í samstarfi við byggingarverslanir sem selja búnað fyrir iðn- og bílskúrshurðir. Á undanförnum tveimur mánuðum höfum við bætt við okkur tveimur starfsmönnum og virðist félagið vaxa ört en á réttan hátt,“ segir Guðný Ottesen, verkefnastjóri félagsins.

 

Hvers vegna bílskúrshurðir?

„Við tókum eftir því að það eru fá fyrirtæki hér á landi sem bjóða upp á reglulegt viðhald og eftirlit á bílskúrs- og iðnaðarhurðum og geta útköll vegna bilana verið afar kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki, húsfélög eða einkaðila. Það má koma í veg fyrir stóran hluta útkalla með reglulegu eftirliti, smurningu og með því að skipta út aukahlutum eins og gormum, vírum og hjólum áður en þau gefa sig.“ Þar kemur Hurðafélagið inn, en fyrirtækið þjónustar allar gerðir af iðn- og bílskúrshurðum um viðhald, eftirlit, mælingar sem og uppsetningar á hurðum og opnurum. „Ef um uppsetningu er að ræða þá bjóðum við einnig upp á að taka gömlu hurðina niður og smíða rammann ef þess þarf.“ Einnig er Hurðafélagið nýlega farið að bjóða upp á þjónustu varðandi almennar hurðir.

Markmið Hurðafélagsins er að leysa öll vandamál sem tengjast iðn- og bilskúrshurðum. „Starfsmenn okkar búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu sem gerir okkur kleift að veita fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. Við vinnum með flottustu birgjum landsins þar sem gæðin og þjónustan er í fyrirrúmi. Þá er mikilvægt að vinna með þeim birgjum sem henta hverju verkefni fyrir sig til þess að tryggja að heildarútkoma sé fyrsta flokks en sömuleiðis halda kostnaði í lágmarki fyrir viðskiptavini okkar. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinurinn sé ánægður í lok verks.“

Endilega hafðu samband við Hurðafélagið ef þig vantar einhvern til að sjá um viðhald á hurðinni þinni.

Nánari upplýsingar finnast á hurdafelagid.is

Sími: 773-3330

Tölvupóstur: hurdafelagid@hurdafelagid.is

Facebook: Hurðafélagið

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS
Kynning
Fyrir 3 vikum

Netbókhald.is: Brautryðjendur á íslenskum fyrirtækjamarkaði

Netbókhald.is: Brautryðjendur á íslenskum fyrirtækjamarkaði
Kynning
Fyrir 3 vikum

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Var orðinn úrkula vonar og leið illa andlega út af ástandinu

Var orðinn úrkula vonar og leið illa andlega út af ástandinu
Kynning
Fyrir 3 vikum

ePassi – Markaðssetning og greiðsluleiðir sem henta kínverskum ferðamönnum

ePassi – Markaðssetning og greiðsluleiðir sem henta kínverskum ferðamönnum