fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Kynning

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 12:00

Ljósmyndari: Ragnar Máni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafíþróttasamtök Íslands eða RÍSÍ eru félagasamtök sem voru upphaflega stofnuð sem hagsmunasamtök tölvuleikjaspilara og rafíþróttamanna á Íslandi. Samtökin voru stofnuð fyrir um átta mánuðum og hefur fjölmargt breyst í umhverfi rafíþrótta í dag. „Við höfum náð miklum árangri í uppbyggingu rafíþrótta á Íslandi m.a. með samstarfi við íþróttafélögin, Íþróttabandalag Reykjavíkur sem og borgarstjórn,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður RÍSÍ.

Ljósmyndari: Ragnar Máni

Hann segir hlutverk RÍSÍ vera breytilegt og taka stakkaskiptum eftir þörfum samfélagsins hverju sinni. „Í augnablikinu eru stærstu tölvuleikirnir innan rafíþróttanna hátt í 20 talsins og eru fjölmargir sem hafa helgað sig spilun á þessum leikjum hérlendis. Við vinnum nú að áframhaldandi stækkun í íþróttinni. Við viljum halda utan um allar þessar mismunandi leikjagreinar og ná til þeirra einstaklinga sem skara fram úr, sem og að veita þeim jákvætt, félagslegt og uppbyggilegt umhverfi til þess að ná enn lengra. Einnig viljum við hjálpa íslenskum keppendum að taka þátt í keppnismótum erlendis, enda eigum við mjög hæfileikaríka keppendur hér á landi sem hafa verið að sýna sig og sanna á erlendri grundu. Rafíþróttir á Íslandi eru nýjar og það er mikilvægt að samtökin geti veitt þá þjónustu sem þarf að hverju sinni.“

 

Líkamlega og andlega hliðin

Rafíþróttir er íslenska heitið yfir það sem úti í heimi er kallað Esports eða Electronic Sports. Að keppa í rafíþrótt er í grunninn það að spila tölvuleik. „En fæstir utanaðkomandi gera sér grein fyrir að rafíþróttamaðurinn gerir miklu meira en bara að spila tölvuleik. Markmið þeirra sem keppa í rafíþróttum er að gera allt sem þeir geta til þess að skara fram úr. Prófum að taka dæmi eins og fótbolta; bestu fótboltamenn heims spila ekki bara fótbolta allan daginn. Þeir gera ýmsar æfingar til þess að æfa ákveðna vöðva og hæfni af skilvirkni, til þess að vera í eins fullkomnu formi og hægt er, svo að þeir spili hvern leik eins vel og þeir geta. Það sama gildir með rafíþróttamenn. Þegar rafíþróttamaður er kominn út í keppnisumhverfi, þá er það ekki bara leikhæfni í tilteknum tölvuleik sem segir mest, heldur líka andlega og líkamlega hliðin.“

Ljósmyndari: Ragnar Máni

Rafíþróttaskólinn

Rafíþróttasamtök Íslands eru í samstarfi við Rafíþróttaskólann sem hefur það á stefnuskrá sinni að búa til námskrár og æfingar og vinna eftir aðferðafræði til að skapa hæfa keppendur fyrir alþjóðleg keppnismót í rafíþróttum. „Við höfum verið mjög duglegir að vinna með bæði börnum og unglingum og búa til heilbrigt og jákvætt umhverfi fyrir þau til að æfa og stunda rafíþróttir. Dæmigerð æfingarrútína fyrir rafíþróttamann er líkamleg upphitun og teygjur til þess að koma sér í rétt hugarfar og form til þess að æfa leikhæfni. Slíkar æfingar eru nauðsynlegar til þess að draga úr hættu á ýmsum álagsmeiðslum svo sem sinaskeiðabólgu, stífum hálsi og fleiru. Þá æfir iðkandi ýmsa einangraða þætti innan hvers leiks fyrir sig inni í sérhönnuðu leikjaumhverfi. Þessi leið er töluvert skilvirkari, árangursríkari og heilbrigðari en að spila leiki í 12 klukkustundir samfleytt daglega í 10 ár. Einnig eru margir leikir byggðir þannig að það er spilað í liðum. Þá þarf sérstaklega að æfa samvinnu á milli liðsfélaga og margt fleira.“

Ljósmyndari: Ragnar Máni

Lenovo deildin

Lenovo deildin er samstarfsverkefni Rafíþróttasamtaka Íslands, Lenovo á Íslandi, Vodafone, Ljósleiðarans og Pringles. „Lenovo deildin er stærsta rafíþróttadeild landsins og er markmið okkar að búa til stöðugt keppnisumhverfi fyrir rafíþróttaiðkendur á Íslandi.“ Stærstu og vinsælustu tölvuleikirnir í dag, sem keppt er í á Íslandi, eru Counter Strike (CS), League of Legends (LoL), FIFA og Fortnite.

Ljósmyndari: Ragnar Máni

„Rafíþróttir eru orðnar mjög vinsælt sport hér á landi og með tilkomu Lenovo deildarinnar, þar sem keppt er í CS og LoL, hefur keppnisumhverfið orðið mun faglegra og skipulagðara en áður hefur verið. Út úr þeim keppnismótum sem haldin hafa verið hér á landi hafa komið lið sem eru að sýna sig og sanna á alþjóðlegum vettvangi.“

Ljósmyndari: Ragnar Máni

Það geta allir verið rafíþróttamenn

Í dag eru keppendur í rafíþróttum um nokkur hundruð og langflestir iðkendur karlmenn og strákar á aldrinum 12–30 ára. „Þetta segir þó takmarkað um þann mikla fjölda fólks sem spilar tölvuleiki reglulega. Sú tala gæti hæglega hlaupið á þúsundum og inniheldur sá hópur mjög fjölbreytta flóru af einstaklingum og samspilurum. Það geta allir verið rafíþróttamenn enda er skilgreiningin í raun sú að iðkandi spili ákveðinn tölvuleik markvisst til þess að verða betri í honum og skara fram úr. Við viljum endilega ná til breiðari hóps af bæði stelpum og konum sem og eldri spilurum,“ segir Ólafur.

Fylgstu með RÍSÍ á Faebook: Rafíþróttasamtök Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
04.06.2020

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum