fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Kynning

Nýr alrafmagnaður Skoda Enyaq

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. maí 2021 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með tilkomu Enyaq tekur Skoda næsta skref í vistvænni stefnu sinni. Rafknúinn Enyaq er fyrsti bíll Skoda sem byggður er á nýjum MEB grunni. Hann er nú þegar fáanlegur afturhjóladrifinn en með haustinu er fjórhjóladrifin útgáfa væntanlega. Hægt er að velja um tvær stærðir rafhlöðu og er drægnin allt að 536 km. skv. WLTP.

„Frumsýning Enyaq markar nýtt tímabil fyrir Skoda. Þetta er fyrsti rafbíllinn okkar sem er byggður á MEB grunninum. Með Enyaq höfum við fundið vistvænum lausnum góðan farveg með langri drægni, hraðri hleðslu, einföldu sniðsmáti og viðráðanlegum verðum. Enyaq er framleiddur í hjarta Skoda, Mladá Boleslav, þar sem verksmiðjan okkar er sú eina innan Evrópu, fyrir utan Þýskaland, sem framleiðir bíla byggða á MEB grunninum. Þetta er góður vitnisburður um sérþekkingu Skoda og vil ég þakka öllu því góða fólki sem gerði bílinn að veruleika. Bíllinn er frábær ég er stoltur af Skoda teyminu,“ sagði Thomas Schafer forstjóri Skoda Auto við frumsýningu Enyaq.

Skoda Enyaq er sérlega rúmgóður eins og Skoda er einum lagið, með ríkulegt geymslupláss og rúmt innanrými. Hönnun Enyaq er stílhrein og framsækinn á sama tíma ásamt því að mikið var lagt upp úr því að plássið í bílnum nýtist sem allra best. Fjölmörg geymsluhólf eru meðal þess sem einkennir innanrýmið en umhverfisvæn áklæðisefni setja síðan punktinn yfir i-ið.

Í vikunni kom svo til landsins enn sportlegri útgáfa af Enyaq og heitir sá Sportline og kemur á nýstárlegri felgum og troðfullur af sportlegum staðalbúnaði.

„Nú þegar höfum við hafið afhendingar á Skoda Enyaq til nýrra eigenda sinna og hefur bíllinn vakið mikla lukku. Þetta er stórt skref fyrir Skoda og þessi alrafmagnaði fjölskyldubíll er sérstaklega góður fyrir þá sem keyra mikið og þurfa pláss fyrir fjölskylduna, nú eða golfsettið! Við erum með þrjá sýningarbíla inn í sýningarsalnum hjá okkur á Laugavegi og tvo aðra til að lána fólki í reynsluakstur. Ég hvet fólk til að koma við hjá okkur og prófa nýjan Skoda Enyaq,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir vörumerkjastjóri Skoda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.07.2021

Plaköt af verkum Samúels til sölu til uppbyggingar Samúelssafnsins í Selárdal: Hans var aldrei getið í íslenskri listasögu

Plaköt af verkum Samúels til sölu til uppbyggingar Samúelssafnsins í Selárdal: Hans var aldrei getið í íslenskri listasögu
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
11.06.2021
Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!
Kynning
08.06.2021

Náttúruleg lausn við þreyttum vöðvum

Náttúruleg lausn við þreyttum vöðvum
Kynning
04.05.2021

Handhæg og öflug sótthreinsitækni úr heilbrigðisgeiranum heima hjá þér

Handhæg og öflug sótthreinsitækni úr heilbrigðisgeiranum heima hjá þér
Kynning
30.04.2021

Mun leðurjakki framtíðarinnar koma úr kombucha brugghúsi?

Mun leðurjakki framtíðarinnar koma úr kombucha brugghúsi?