fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 8. mars 2021 09:50

Sigurður Bjarni Jónsson, eigandi Knýs og Hleðslunnar segir að Hleðslan bjóði upp á frábær verð og hentugar lausnir fyrir heimahleðslustöðvar sem og í fyrirtækjum og stofnunum. Mynd/Marín Waage.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hleðslan eða hledslan.is er vefverslun með hleðslustöðvar og uppsetningu. Hún er í eigu Knýs ehf, knyr.is sem um árabil hefur flutt inn aukahluti og tengitæki fyrir fjórhjól og önnur torfærutæki. Auk heimahleslustöðva býður Hleðslan hagkvæmar lausnir fyrir lítil fjölbýli og fyrirtæki.

Á árinu 2020 var stundum fátt við að vera. Í öllum krísum má þó finna tækifæri og nægur tími gafst til að velta þeim fyrir sér. Eftir að þónokkrar, misgáfulegar og misdýrar hugmyndir höfðu verið slegnar útaf borðinu fæddist Hleðslan. Að koma auga á tækifæri er eitt en að nýta það er svo annað. Ekki vantar úrvalið en að finna gæðavöru á góðu verði er síður en svo einfalt. Eftir allmargar tilraunir, vonbrigði og brostnar vonir hljóp þó loks á snærið.

Hentugar hleðslulausnir

Home Box, Home Box Plus og Smart Box eru afar vandaðar, tæknilega burðugar og fallega hannaðar hleðslustöðvar á virkilega góðu verði. Hleðslusnúrur eru í hæsta gæðaflokki enda vottaðar af þýska fyrirtækinu DEKRA. Vörurnar koma frá Ratio Electric sem er hollenskur frumframleiðandi (OEM) sem reynst hefur frábærlega, hvort heldur horft er til gæða eða þjónustu. Lausnirnar henta frábærlega fyrir einbýli, parhús, raðhús, lítil fjölbýli, sumarbústaði og fyrirtæki.

Fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og sumarbústaði er Home Box ein hagkvæmasta lausn sem í boði er. „Home Box án snúru er okkar allra vinsælasta vara enda virkilega falleg stöð á frábæru verði,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, eigandi Knýs og Hleðslunnar.

Ódýrari og engin áskriftargjöld

Fyrir lítil fjölbýli er erfitt að finna jafn tæknilega og fullkomna lausn á viðlíka verði og Smart Box. Að fá hleðslustöð á þessu verði með virkri álagsstýringu og öllu því sem fylgir eru frábær kaup og það án þess að sitja uppi með mánaðarleg áskriftargjöld. Home Box Plus, er ódýrari og hefur svipaða eiginleika en álagsstýringin er óvirk.

Spennandi lausnir eru svo á teikniborðinu sem gaman verður að segja frá þegar þar að kemur. „Hleðslunni hefur verið virkilega vel tekið. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinurinn sé í fyrsta sæti, fái gott viðmót og persónulega og góða ráðgjöf. Netverslanir verða ávallt að vera meðvitaðar um að þær þurfa að leggja sig fram um að ávinna sér og viðhalda góðu orðspori. Án þess er betur heima setið en af stað farið,“ segir Sigurður að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum