fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Kynning

Ómetanleg hugarró með FoodCycler moltugerðartæki

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 12. maí 2020 09:00

Hreinn jarðvegsbætir sem er laus við óvelkomnar örverur og geymist án eiturefna í marga mánuði!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig er hægt að finna rými fyrir umhverfisvænan lífstíl þegar það gefst varla tími til þess að gleypa samloku í hádegismat? Það er nóg að gera. Við vitum það vel. Moltugerð er frábær leið til þess að losna við matarafganga og lífrænan úrgang á umhverfisvænan hátt og kemur í veg fyrir mikla mengun sem stafar af urðun lífræns úrgangs. En hefðbundin moltugerð getur verið tímafrekur lífstíll sem hentar alls ekki öllum. FoodCycler moltugerðartækið gerir þér auðvelt að stunda umhverfisvænan lífstíl og breytir matarafgöngum í næringarríkan jarðvegsbæti sem er tilbúinn í garðinn og blómabeðið á örskotsstundu. Tækið er nett og einfalt í notkun og kemst auðveldlega fyrir í eldhúsinu, bílskúrnum, sumarbústaðnum eða húsbílnum. Moltufatan tekur 1 kg. af matarafgöngum og má fara í uppþvottavél svo hana er auðvelt að þrífa. Á innan við þremur klukkustundum býr FoodCycler til gæðamoltu úr matarafgöngunum þínum. Nú er ekki eftir neinu að bíða.

Fullkomin lausn við matarsóun

FoodCycler er eina einfalda, lyktarlausa, umhverfisvæna og hagkvæma moltugerðartækið til heimilisnota. Á aðeins þremur klukkustundum getur moltugerðartæki brotið niður matarafganga um allt að 90% og búið til úr þeim næringarríkan jarðvegsbæti sem er tilvalinn í garðyrkjuna! Hreinn jarðvegsbætir sem er laus við óvelkomnar örverur og geymist án eiturefna í marga mánuði!

 

Fáðu meira út úr matarafgöngunum þínum

Við sóum mat á hverjum degi. Matarafgangar, ávaxtabörkur, eggjaskurn og fleira smátt er fljótt að safnast saman í töluverða sóun. FoodCycler breytir öllum þessum úrgangi og afgangi í frábæran jarðvegsbæti og áburð sem nærir plöntur og lífgar moldina þína við. FoodCycler moltugerðartækið er:

  • Lyktarlaust: Einstakur kolefnisfilter heldur moltulyktinni í skefjum og kemur í veg fyrir að heimilið angi af moltugerð. Það er engin þörf á að vera með garð, því FoodCycler er hægt að hafa inni í eldhúsi, eða hvar sem þér hentar.
  • Hagkvæmt: Komdu í veg fyrir matar- og peningasóun með því að breyta matarafgöngum í jarðvegsbæti frekar en að henda þeim. Það sem þú borðar ekki má þannig nota til þess að rækta mat sem þú síðan borðar!
  • Einfalt í notkun: Ýttu á takka og byrjaðu að búa til öruggan og náttúrulegan jarðvegsbæti. Einföld lausn við alvarlegum matarsóunarvanda heimsins. Einfaldara gæti það ekki verið!
  • Orkuskilvirkt: Notar minna rafmagn en lítill örbylgjuofn, skynjarar tryggja hámarksnýtingu orkunnar og að sem minnst sé notað af henni.
  • Aðeins 3 klukkustundir að búa til moltu: Það getur tekið daga, vikur og jafnvel mánuði að molta matarleyfar á hefðbundinn hátt. Á innan við þremur klukkustundum er hægt að breyta matarafgöngum í hreinan og öruggan jarðvegsbæti. Breyttu kvöldverðarafgöngum í næringarríkan, lífrænan áburð í garðinn fyrir svefninn.
  • Tekur lítið pláss: FoodCycler er létt, lyktarlaust og nett tæki. FoodCycler má nota hvar sem er – ekki aðeins í eldhúsinu. Komdu tækinu fyrir þar sem þú hefur pláss og láttu það um vinnuna.

Hvernig virkar þetta?

Í nokkrum einföldum skrefum getur FoodCycler hjálpað við að fegra garðinn og jörðina. Frá upphafi til enda tekur ferlið einungis 3 klukkutíma, sem er svipað langur tími og tekur að horfa á eina Lord of the Rings kvikmynd! Ferlið þarfnast hvorki vatns, eiturefna, lofttæmingar né drens. Að lokum færðu lífræna og næringarríka moltu sem má nota sem jarðvegsbæti eða áburð og hjálpar við plöntuvöxt. Þú færð líka aukna hugarró því þú ert að gera þitt fyrir umhverfið.

  1. Beint af disknum í fötuna: Skafaðu beint af disknum – eldaða og hráa matarafganga – í lausu fötuna. FoodCycler brýtur jafnvel niður bein, ávaxtasteina, skeljar, kjöt og sítrusbörk.
  2. Settu FoodCycler í gang þegar fatan er full: Settu fötuna í tækið, læstu lokinu og byrjaðu að búa til moltu. Matarafgangarnir brotna hljóðlega niður í smáeindir og hitna á sama tíma og þannig verður til hrein molta. Einstakt kolefnissíukerfið kemur í veg fyrir ólykt svo tækið hentar vel til notkunar innandyra.
  3. Ferskur og náttúrulegur jarðvegsbætir: Þegar ferlinu er lokið slekkur tækið sjálfkrafa á sér, þá er hægt að tæma beint úr fötunni út í garð og blanda við moldina þar.

Moltugerðartækið frá FoodCycler kostar 69.995 krónur og fæst hjá Heimilistækjum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki