fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Kynning

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 3. apríl 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sóttkví“ er ekki mest eggjandi orð í heimi, en neyðin kennir naktri konu að spinna og einangruðum einstaklingum og pörum mikilvægi þess að leika sér. „Það er orðið miklu minna tabú að ræða um kynlíf og kynlífstæki en var hér áður fyrr og ég held að það sé að skila sér í fullnægðari pörum og einstaklingum og hamingjusamara fólki almennt. Við bjóðum ennþá upp á fría heimsendingu á öllum vörum, hvert á land sem er, sem fólk er duglegt að nýta sér. Fólk lætur sér greinilega ekki leiðast þótt það sé fast heima í sóttkví sem sést á þeirri aukningu sem hefur orðið í sölu á kynlífstækjum hjá okkur síðustu vikur.“

Fljúgandi fullnæging

Hermosa er með umboð á Zalo-kynlífstækjum. „Zalo er afar framarlega þegar kemur að framleiðslu kynlífstækja fyrir konur. Í fyrra var Zalo Queen t.d. valið besta kynlífstækið fyrir konur, besta lúxuskynlífstækið og besta pakkningin.

Í ár valdi XBIZ Awards Zalo Amour sem kynlífstæki ársins 2020, en XBIZ er risahátíð þar sem koma saman stærstu nöfnin í kynlífstækja- og klámiðnaðinum. Zalo Amour er ólíkt öllum öðrum eggjum á markaðnum í dag. Það er nett og létt með tvo ofurmjúka vængi sem þú getur notað til þess að örva snípinn eða látið þá dansa inni í þér. Eggið er fjarstýrt og hægt er að nota annaðhvort titrandi bakliðina eða sveiflandi vængina til að leika við snípinn. Tækið hentar bæði byrjendum sem lengra komnum og hjálpa þér að ná djúpri fullnægingu. Hægt er að velja um sex mismunandi takta og fimm hraðastillingar.

Zalo Amour.

Við erum mjög spennt fyrir tveimur væntanlegum vörum frá Zalo. Nokkrar tafir hafa orðið á hönnunar- og framleiðsluferlinu vegna vírusástandsins, en þeir búast við að kynna vörurnar á næstu mánuðum.“ Þess má geta að öllum Zalo-vörum fylgir tíu ára ábyrgð frá framleiðanda. „Komi upp framleiðslugalli á tækinu innan tíu ára fær kaupandinn 50% afslátt af næstu keyptu vöru frá fyrirtækinu. Ábyrgðin kemur beint frá framleiðandanum og er ekki bundin við seljandann.“

 

Fullnægjandi einangrunarpakkar á afslætti

Satisfyer vörurnar hafa verið gífurlega vinsælar hjá okkur enda frábærar vörur fyrir karla, konur og pör. Við völdum saman nokkrar vinsælar Satisfyer vörur og nauðsynlegar aukavörur eins og sleipiefni og nuddolíur í einangrunarpakka, sem við bjóðum nú á 25% og 35% afslætti. Það geta auðvitað allir keypt pakkana, hvort sem þeir eru í sóttkví eður ei.“

Einangrunarpakki fyrir pör 35% afsláttur. Inniheldur svartan Satisfyer Multifun 3, Satisfyer ring 2, Kamasutra nuddolíu, sleipi- og hreinsiefni.

Satisfyer multifun 3.

Einangrunarpakki fyrir hann 25% afsláttur. Inniheldur Satisfyer men wand, sleipi- og hreinsiefni.

Satisfyer men wand.

Einangrunarpakki fyrir hana 25% afsláttur. Satisfyer Pro 2 Vibration, tvöfaldar grindarbotnskúlur frá Satisfyer, sleipi- og hreinsiefni.

Satisfyer Pro 2 Vibration.

Fimm stjörnur og fullnægðir viðskiptavinir

Umsagnirnar frá viðskiptavinum hafa eiginlega verið fram úr hófi jákvæðar hvort sem um ræðir vörur eða þjónustu. Allar þessar frábæru umsagnir hvetja okkur til að vera á tánum og leita sífellt nýrra leiða til að auka þjónustuna en frekar gagnvart okkar frábæru viðskiptavinum.Umsagnir fjalla í mörgum tilfellum um þau markmið sem við höfum sett okkur, þ.e. gott verð, fría heimsendingu og þægilega vefsíðu. Að auki er fólk himinlifandi yfir þjónustunni, en við bjóðum til dæmis upp á 30 daga skilafrest, í stað hinna lögbundnu 14 daga. Við leitum sífellt að nýjum leiðum til þess að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og veita þeim betri þjónustu.“

 

Hér má lesa nokkrar umsagnir hjá ánægðum viðskiptavinum Hermosa.

„Ég gef 100% meðmæli með Satisfyer G spot rabbit! Ég gef einnig 100% meðmæli með Hermosa en þau voru með langlægsta verðið (munaði 20%! á Hermosa og samkeppnisaðila) snögg að koma vörunni til skila og þægilegt viðmót.“

 

„Með þessu töfratæki (King Cock Strap On) er hægt að senda bakhlutann í ólýsanlegt og tryllt ævintýri. Ég hlakka til næsta skiptis.“

 

„Þjónustan er alltaf tipptopp! Varan komin daginn eftir í ómerktum umbúðum sem er mjög gott þegar maður á nágranna sem eru óþægilega „athugull“…“

Kíktu við í hermosa.is og skoðaðu úrvalið.

Facebook: Hermosa.is

Instagram: hermosaisland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið