fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
Kynning

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kómedíuleikhúsið, fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða, var stofnað á því herrans ári 1997. Leikhúsið hefur sett á svið fjölda leikverka sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt. „Kómedíuleikhúsið er ferðaleikhús eða leikhús á hjólum, enda ferðumst við með sýningarnar um land allt, allan ársins hring. Á veturna sýnum við aðallega í skólum og á sumrin sýnum við á ýmsum hátíðum. Það eru forréttindi að fá að ferðast um landið og kynnast öllu þessu fallega og skemmtilega fólki sem kemur á sýningarnar okkar,“ segir Elfar Logi Hannesson.

 

Bíldudalsprinsinn sem samdi vinsælasta íslenska ævintýrið

Ævintýrið Dimmalimm þekkja flestir bókelskir Íslendingar. „Sagan er sterklega tengd Vestfjörðum enda samdi listamaðurinn og Bílddælingurinn Guðmundur Thorsteinsson söguna og myndskreytti handa systurdóttur sinni Helgu Egilson. Guðmundur, betur þekktur sem Muggur, var oft kallaður Bíldudalsprinsinn. Faðir hans var kallaður kóngur enda var hann einn ríkasti maður Íslands á sínum tíma. Það er því engin furða að prinsinn leiddist út í samningu ævintýra með þessa konunglegu ættartölu.

Dimmalimm er 44. leiksýning Kómedíuleikhússins. Þessi stórskemmtilega brúðusýning var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 16. mars 2019 við frábærar undirtektir ungra sem aldinna áhorfenda. „Síðan höfum við ferðast um og sett hana upp hátt í fimmtíu sinnum í hinum ýmsum skólum, leikskólum, hátíðum og fleira. Þá höfum við jafnvel sýnt úti á túni sem á reyndar afar vel við, því það minnir skemmtilega á brúðuleikhúsin í gamla daga. Sýningin virðist virka vel í hvaða umhverfi sem er.“ Að baki sýningarinnar stendur úrvalslið leikhúsfólks og má þar nefna Elfar Loga sem stjórnar brúðunum af einskærri list og Þröst Leó Gunnarsson sem leikstýrir. Tónlistin er svo í höndum Björns Thoroddsen. „Þess má geta að allir erum við frá Bíldudal.“ Brúðurnar gerðu þær Alda Veiga Sigurðardóttir og Marsibil G. Kristjánsdóttir og Dimmalimm sjálfa leikur hún Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Sögumaðurinn, Arnar Jónsson, segir síðan frá. Sýningin er um 40 mínútna löng.

Elfar í góðum félagsskap Dimmalimm og prinsins.

Næstu sýningar:

  1. sýn. lau. 7. mars AKRANES. KALMAN LISTAFÉLAG
  2. sýn. lau. 14. mars AKUREYRI. GLERÁRTORG.
  3. sýn. sun. 15. mars SAUÐÁRKRÓKUR. Mælifell
  4. sýn. lau. 18. apríl HÚSAVÍK

Iðunn og eplin brýtur reglur Kómedíuleikhússins

Iðunn og eplin er ný og spennandi sýning á vegum Kómedíuleikhússins. „Við viðurkennum það fúslega að með sýningunni seilumst við örlítið lengra en í vestfirskan sagnaarf. Hér erum við komin í goðheima en okkur hefur lengi langað til þess að fást við norrænu goðafræðina. Sögurnar eru svo leikrænar og heillandi og því fannst okkur tilvalið að setja á svið eina skemmtilegustu sögu þessa samnorræna sagnaarfs, söguna um Iðunni og eplin.

Þetta er brúðusýning af bestu gerð. Einnig notumst við töluvert við grímur. Þá kemur Óðinn t.d. til sögunnar sem gríma með sítt og mikið skegg. Sögumaður í leikritinu er enginn annar en Heimdallur sjálfur, varðmaður goða og gyðja. Hann segir sögur á meðan það er rólegt á vaktinni við Bifröst.“

Iðunn og eplin var frumsýnt 12. febrúar 2020 í Grunnskóla Flateyrar. Sýningin er bráðfjörug og skemmtileg og rétt um 40 mínútna löng. Hún hentar öllum aldurshópum og hægt er að setja sýninguna upp nánast hvar sem er. Handrit og leikur er í höndum Elfars, leikmynd búningar og leikstjórn er í höndum Marsibil G. Kristjánsdóttur. „Það er svo aldrei að vita nema Heimdallur taki sér aftur vaktafrí og fari að segja fleiri sögur úr goðheimum.“ Aðdáendur Kómedíuleikhússins verða víst að bíða og sjá, en þangað til er um að gera að skella sér á sýningu á Iðunni og eplunum eða aðrar sýningar á vegum leikhússins.

Óðinn.

Bakkabræður

Þess má geta að Kómedíuleikhúsið hlaut nýverið styrk til þess að setja upp sýningu um þá einföldu, norðlensku Bakkabræður: Gísla, Eirík og Helga. Bræðurnir koma samkvæmt þjóðsögum úr Svarfaðardal og verður spennandi að sjá hvernig Kómedíuleikhúsið fer með þetta víðfræga þjóðsagnaefni. „Bakkabræður verður sýning haustsins hjá okkur í Kómedíuleikhúsinu og verður frumsýnd í október.“ Um er að ræða einleik þar sem Elfar leikur öll hlutverkin í sýningunni. Að sögn verður ekki búið að klóna Elfar. „Það er nú svo að maður segir að sjálfsögðu bara já við leikstjórann. Hann er með þetta á hreinu. Við hlökkum virkilega til þess að fá að setja bílinn í gang og sýna Bakkabræður um land allt á komandi vetri.“

 

Fylgstu með næstu sýningum Kómedíuleikhússsins á Facebook.

Nánari upplýsingar á vefsíðunni komedia.is

Hafirðu áhuga á að panta sýningu hjá Kómedíuleikhúsinu er hægt að senda póst á komedia@komedia.is eða hringja í síma 891-7025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.12.2020

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum
Kynning
08.12.2020

Ný upplifun í náttúruparadís

Ný upplifun í náttúruparadís
Kynning
20.11.2020

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu
Kynning
20.11.2020

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi
Kynning
05.10.2020

Skapaðu þín eigin listaverk

Skapaðu þín eigin listaverk
Kynning
05.10.2020

Október er húðumhirðumánuður

Október er húðumhirðumánuður