fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Umhverfisvæn byggingarefni

Kynning
Kynningardeild DV
Laugardaginn 23. maí 2020 17:00

Ragnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Idex. Mynd/Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Idex-nafnið á sér yfir 30 ára sögu á íslenskum byggingamarkaði og er fyrirtækið í hvívetna þekkt fyrir framleiðslu á gæðavöru og fagmannlega þjónustu.

Idex býður upp á einingahús úr krosslímdu timbri, öðru nafni CLT (e. cross laminated timber). CLT er endingargott og sterkt byggingarefni sem hentar hvort heldur er í gólf, veggi eða þök. CLT er notað í stórar sem smáar byggingar, svo sem sumarhús, einbýlishús, skóla eða skrifstofur. Einnig hefur það verið notað í iðnaðarhúsnæði. „Það hljómar kannski svolítið gamaldags, en aukin notkun timburs er mikilvægur hlekkur í orkusparnaði í byggingariðnaði framtíðarinnar,“ segir Ragnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Idex.

CLT er framleitt í Austurríki af fyrirtækinu Stora Enso. Fyrirtækið hefur tekið forystuna á þessu sviði og sérhæft sig í framleiðslu CLT með frábærum árangri. „Krosslímda timbrið er tilvalið byggingarefni fyrir sumarhúsið. Kostirnir eru fjölmargir og byggingartíminn er stuttur. Að auki getum við boðið heildarlausnir í einingahúsum, gluggum og klæðningu þannig að húsið verði allt meira og minna tilbúið á einni hendi, sem sparar mikinn tíma og fé við samræmingu ólíkra byggingarhluta hússins.“

Krosslímda timbrið frá Idex er umhverfisvænt og traust byggingarefni.

Hvers vegna timbur?

Byggingar valda um 40% af allri kolefnislosun í heiminum og CO2, eða koltvísýringur, er sú gróðurhúsalofttegund sem talin er eiga hvað stærstan þátt í hnattrænni hlýnun jarðar. Ræktun skóga gegnir lykilhlutverki í bindingu kolefnis í heiminum. Það er, þegar skógar vaxa taka þeir til sín CO2 úr andrúmsloftinu og einn rúmmetri af timbri geymir um eitt tonn af CO2. Að sama skapi geymir timbur, sem notað er í byggingar, koltvísýring um aldur og ævi.

„Í Austurríki einu saman vaxa skógarnir því sem nemur byggingarefni í eitt hús á hverri einustu sekúndu og þegar tré er höggvið skapast rými fyrir ný tré, sem halda áfram að taka til sín koltvísýring úr andrúmsloftinu. Timbur er þannig eitt umhverfisvænasta byggingarefni sem hugsast getur. Viður er að sama skapi hagkvæmur og endurnýjanlegur. Að byggja úr viði krefst mun minni orku en til dæmis að byggja úr steypu, eða öðru byggingarefni. Timburhús, sem hefur þjónað hlutverki sínu og er rifið niður, skilur ekki eftir sig rusl sem fylgja vandkvæði að losna við. Það skilur hins vegar eftir sig efni sem hægt er að endurnýta í orkuframleiðslu.“

CLT má klæða með efni að eigin vali eða leyfa því að njóta sín.

Hvers vegna að velja hús úr krosslímdu tré?

CLT er gegnheill samlímdur viður sem er unninn að lágmarki úr þremur lögum af borðviði, sem lögð eru hornrétt hvert á annað og límd saman með umhverfisvænu lími. Lögin geta verið allt að átta talsins og heildarþykkt allt að 320 mm. Framleiðsla CLT er prófuð og samþykkt af utanaðkomandi aðilum, til að tryggja hámarksgæði og öruggar byggingar. Það eru fjölmargir kostir við að velja CLT frá Stora Enso þegar kemur að byggingu húsa. „Fyrir það fyrsta kemur allt það timbur sem Stora Enso notar til sinnar framleiðslu, úr sjálfbærum skógum, það er, fyrir hvert tré sem er fellt þá er sáð fyrir þremur í staðinn. Kostirnir eru svo enn fleiri.“

  • Stuttur byggingartími: Margfaldur hraði miðað við aðrar byggingaraðferðir.
  • Sveigjanleiki: Auðvelt er að laga einingar að hvaða byggingu sem er.
  • Umhverfisvænt
  • Einfalt: Engra sérverkfæra eða stórra krana er þörf.
  • Þægilegt og heilsusamlegt: Engin mengandi efni, allt náttúrulegt.
  • Orkusparandi: Timbrið er einangrun í sjálfu sér.
  • Ending: Helst um ókomin ár.
  • Auðvelt í hönnun og útreikningi
  • Engar kuldabrýr: Lítil hætta á myglu.

Idex býður heildarlausnir við byggingu húsa og býður upp á umhverfisvænar og endurnýtanlegar álklæðningarlausnir frá Larson auk vistvænna glugga- og glerlausna frá Rationel og Schuco.

Glugga- og glerlausnir Idex

Idex er með stórgott úrval af gluggum. „Allt frá árinu 1990 höfum við selt Rationel glugga og búum því að góðri þekkingu. Gluggarnir eru úr kjarnatré úr samlímdri skandinavískri furu sem gefur þeim hámarksendingu. Rationel gluggar fást bæði úr tré- og í ál/tré-útfærslu.“ Einnig er Idex með eigin framleiðslu á Schuco álgluggum í Reykjanesbæ. „Margir hafa nýtt framleiðslu okkar með góðum árangri. Þar á meðal má nefna Háskólann í Reykjavík, Fangelsið á Hólmsheiði, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Flugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli.“ Þá flytur Idex inn gler, bæði í glugga og fyrir aðrar glerlausnir svo sem innveggi, í handrið, gólf, hurðar, þök, og fleira. Fyrirtækið er líka með gott úrval af svalaskjólum og svalahandriðum frá Lumon.


Larson álklæðningar

Idex er með umboð fyrir Larson klæðningar, sem koma frá spænska fyrirtækinu Alucoil. „Alucoil býr yfir 35 ára reynslu og þekkingu á sviði álframleiðslu og er með þeim fremstu á sínu sviði í heiminum í dag.“ Um er að ræða samsettar klæðningar sem byggjast upp á þunnri álplötu að utan og innan með brunavörðum FR steinefnakjarna á milli. Klæðningin kemur í stöðluðum litum, en yfirborð getur verið úr áli, ryðfríu stáli, kopar, sinki, messing og fleiru, allt eftir því hvað hentar hverri byggingu fyrir sig. „Idex hefur komið að fjölda verkefna þar sem Larson álklæðningar voru notaðar með frábærum árangri.“

Helstu eiginleikar Larson álklæðninga

  • Eldþolnar
  • Léttar og sléttar
  • Sex tegundir burðarkerfa sem henta hverju verkefni
  • Einstakt veður- og efnaþol
  • Allt að 20 ára ábyrgð
  • Einstakir efniseiginleikar
  • Hávaða- og hitaeinangrun
  • Umhverfisvænar

Nánari upplýsingar á idex.is

Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogur

Sími: 412­1700 idex@idex.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum