fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Kynning

Gná Sprautun: Sprautulökkun er svarið sem þú hefur verið að leita að!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 22. febrúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er eldhúsinnréttingin orðin lúin? Dreymir þig um að skipta út gömlu, dimmu viðarinnréttingunni fyrir bjart og fallegt nútímaeldhús? Það getur verið gífurlega tímafrekt, kostnaðarsamt og satt að segja alls ekki svo umhverfisvænt að skipta út heilli eldhúsinnréttingu, sérstaklega ef hún gerir ennþá sitt gagn. Sprautulökkun er afar hagkvæm og einföld leið til þess að gefa lúinni eldhúsinnréttingu eða gömlum viðarhúsgögnum alveg nýtt líf á verði sem er brotabrot af því sem kostar að kaupa nýtt. „Það má segja að þeir sem láta sprauta heila eldhúsinnréttingu og skipta um borðplötu í leiðinni, eyði að meðaltali ekki nema 20–25% af því sem hefði kostað að kaupa allt nýtt,“ segir Garðar Hreinsson hjá Gná Sprautun.

Lakka hvað sem er

„Við hjá Gná Sprautun höfum sérhæft okkur í innréttingum verslana en bjóðum samhliða upp á sprautulökkun fyrir húsgögn, innréttingar, hurðir, og í raun hvað sem er, nema málm.“ Lökkunin fer fram á verkstæðinu hjá Gná í rykfríu og loftræstu rými. Allajafna tekur ekki nema um 5–6 daga að sprauta eldhúsinnréttingu. Þá býður Gná enn fremur upp á þá þjónustu að sækja það sem á að lakka innan höfuðborgarsvæðisins, ef fólk hefur ekki tök á að koma sjálft.

Alveg eins og nýtt á mettíma!

„Við notum eingöngu sýruhert gæðalakk frá Hegas sem er langstærsti söluaðili í húsgagnalakki á Íslandi. Við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á alla regnbogans liti sem og mismunandi áferð allt eftir smekk viðskiptavinarins. Við erum með allar gerðir af gljástigi frá alveg möttu yfir í háglans. Einnig erum við með strúktúrlakk með sandi sem gefur mjög skemmtilega, grófa áferð. Eftir sprautun er eins og maður sé kominn með alveg glænýja innréttingu og þetta tekur ekki nema fimm daga sem er gríðarlegur kostur.“

Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni: Gná Sprautun

Sími: 894-7200

Tölvupóstur: gardar.hreinsson@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea