fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Saltkaramellusúkkulaðimúsin var Trompið sem leiddi til sigurs

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppnin Kaka ársins hefur verið haldin á hverju ári frá því um aldamótin 2000 af Landssambandi bakarameistara. Í ár er keppnin haldin í samstarfi við Nóa Síríus. Var sigurvegarinn valinn af úrvalsliði dómnefndar í nóvember síðastliðnum. Úrslitin voru loks kynnt fyrir almenningi fimmtudaginn 13. febrúar þegar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var afhent fyrsta kakan við hátíðlega athöfn.

Jói Fel og Sigurður með keppniskökuna. Mynd: Eyþór Árnason.

Tók keppnina með Trompi

Að þessu sinni áttust við tólf kökur og bar kaka Sigurðar Alfreðs Ingvarssonar sigur úr býtum með einróma ákvörðun dómnefndar. Sigurður byrjaði að læra bakaraiðn árið 1993 og starfar sem bakarasveinn hjá bakaríum Jóa Fel. „Það má segja að kaka Sigurðar hafi tekið keppnina með trompi,“ segir Jói Fel, formaður Landssambands bakarameistara, en sælgætið Tromp frá Nóa Síríus var einmitt það innihaldsefni sem allir þurftu að nota í keppniskökuna.

Dómarar í keppninni að þessu sinni voru þau Berglind Guðmundsdóttir, hjá Gulur rauður grænn og salt, Auðjón Guðmundsson, frá Nóa Síríus, og Berglind Guðjónsdóttir, frá Samtökum iðnaðarins.

Mynd: Eyþór Árnason

Frá og með 14. febrúar fer kaka ársins í sölu og verður seld í öllum bakaríum undir hatti Landssambands bakarameistara.


Mynd: Eyþór Árnason

En hvað segir sigurvegarinn um kökuna? DV fór á stúfana og heyrði í Sigurði sem er að vonum himinlifandi yfir úrslitunum.

Mynd: Eyþór Árnason

Kaka ársins er sannkölluð lagskipt lystisemdarbomba og lýsir Sigurður kökunni svo: „Botninn er frönsk súkkulaðiterta. Næst kemur Trompið til sögunnar í lakkrís- og marsípanbitum. Því næst er lag af dýrindis saltkaramellusúkkulaðimús með Odense-marsipanlagi ofan á og svo aftur saltkaramellumús. Þar á eftir kemur lag af möndlumarengs með enn meiri mús. Loks er svo öll kakan hjúpuð með saltkaramelluganache.“

Mynd: Eyþór Árnason

 

Afdrifarík ákvörðun!

„Þegar ég fékk að vita innihaldsefnið sem átti að nota í keppninni fór ég strax að hugsa hvað gæti farið vel með Trompi. Ég gerði ýmsar tilraunir með uppskriftir sem ég átti og líka nýjar uppskriftir. Ég var alveg óhræddur við að nota vini og vandamenn sem tilraunadýr og lét þau smakka hinar ýmsu útfærslur og segja mér hvað þeim fannst virka og hvað ekki. Þetta varð útkoman og ég er sjálfur alveg virkilega sáttur, því satt best að segja var ég alls ekki svo viss um að ég myndi vinna þessa keppni. Mér hafði ekki gengið sem best í annarri kökukeppni stuttu áður og var því ekki vongóður fyrir þessa keppni. Ég tók líka afar afdrifaríka ákvörðun á síðustu stundu, um uppskriftina á kökunni, sem ég endaði svo á að skila inn til dómnefndar. Í næstsíðustu tilrauninni fannst mér aðeins of mikið lakkrísbragð af kökunni sem yfirgnæfði Trompið. Ég afréð þá að sleppa því að setja lakkrískurl í botninn á kökunni í næstu tilraun, sem varð einnig sú síðasta. Ég gerði tvær kökur, skilaði annarri inn til dómnefndar og smakkaði hina.“

„Það runnu á mig tvær grímur, því mér fannst kakan vera búin að missa karakterinn án lakkrískurlsins. Ég varð fullur efasemda en nú varð ekki aftur snúið. Kakan var komin til dómnefndar og ekkert annað að gera en bíða og vona.“

Mynd: Eyþór Árnason

Þessi skyndiákvörðun Sigurðar var greinilega rétt, enda varð terta Sigurðar vinningaskakan að þessu sinni! Við mælum eindregið með að fólk drífi sig í næsta bakarí og næli sér í eina guðdómlega Tromptertu. Það verður enginn svikinn af þessari æðislegu tertu. Það er ljóst að Sigurður þarf aldeilis að standa vaktina næstu helgar ásamt bökurum landsins enda býst hann við að setja á hátt í 2.000 kökur niðri í bakaríi.

Mynd: Eyþór Árnason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum