Þriðjudagur 10.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Ávinningur fyrir umhverfið og bankareikninginn að kaupa notaða bílaparta

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílapartasalan Japanskar Vélar hefur verið starfrækt í tæp 30 ár. „Við erum þrjú sem störfum hjá Japönskum Vélum, það er ég, dóttir mín Dagrún og svo Damian sem er mikill þúsundþjalasmiður. Við erum aðallega í því að kaupa tjónabíla af tryggingafélögunum, einstaklingum og á bílauppboðum eins og hjá Króki og rífa niður í bílaparta. Aðallega kaupum við bíltegundir frá Asíu og Evrópu,“ segir Hlöðver Hjálmarsson.

Stór og góður lager

Alla jafna eru um 150–200 bílar í umferð hjá Japönskum Vélum og því góður möguleiki á að partasalan eigi nákvæmlega varahlutinn sem þig vantar. „Ferlið er einfalt og virkar þannig að viðskiptavinur hefur samband við okkur í síma 565-3400, tölvupósti: japvel@carparts.is eða gegnum Facebook messenger og telur fram hvaða varahlut vantar. Þá förum við í gegnum lagerinn okkar og leitum að viðeigandi bílapart. Við reynum að svara eins fljótt og auðið er hvort við eigum það sem vantar eður ei.“

Sparaðu tíma, flutning og endsneyti

Það felst gríðarlegur ávinningur fyrir bæði budduna og umhverfið í að endurnýta varahluti frekar en að flytja þá inn glænýja úr verksmiðjunni. „Í langflestum tilfellum gerir notaður bílapartur nákvæmlega það sama og nýr varahlutur. Það er ótrúleg sóun að henda bara gömlum bílum og kaupa allt glænýtt og ónotað. Svo ég tali nú ekki um sparnað í tíma, flutningi og eldsneyti. Nýjan varahlut þarf að smíða og flytja, oftar en ekki á milli landa sem getur tekið langan tíma. Það jarðeldsneyti sem fer í bæði framleiðslu og flutning sparast við það að nota einfaldlega notaðan bílapart. Hvers vegna ekki að athuga fyrst hvort við eigum varahlutinn?“ segir Hlöðver.

Japanskar Vélar ehf.

​Dalshraun 26, 220 Hafnarfjörður,

Sími: 565-3400

japvel@carparts.is

Fylgstu með á Facebook: Japanskar vélar ehf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 1 viku

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 1 viku

Öryggishnappur Securitas – Öryggi þegar á reynir

Öryggishnappur Securitas – Öryggi þegar á reynir
Kynning
Fyrir 1 viku

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!