fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Kynning

„Vissi ekki hvað Íslendingar væru duglegir að skemmta sér“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Instamyndir varð upphaflega til árið 2014 þegar við settum upp lítinn ljósmyndakassa í brúðkaupi hjá mági mínum. Þar voru nokkrir sem heilluðust af þessu og pöntuðu kassann í afmæli og aðrar veislur. Svo fór þetta bara að spyrjast út. Saga Film hafði samband við okkur og bað okkur að koma í samstarf og í dag er þetta orðið frekar stórt hjá okkur. Við erum með 10 myndakassa sem hægt er að leigja og eitt stærsta úrval af bakgrunnum á landinu. Einnig erum við með grænskjá ef fólk vill hanna sinn eigin bakgrunn,“ segir Elías Birkir Bjarnason, einn stofnenda Instamynda.

Fólk er duglegt að lyfta sér upp

Myndakassarnir frá Instamyndum eru stórsniðugir í hvers kyns veislur og mannamót og sérlega vinsælt að panta þá í slíkt húllumhæ. „Ég vissi ekki hvað Íslendingar væru duglegir að skemmta sér fyrr en ég byrjaði í þessu, en í sumar erum við að leigja út marga kassa hverja einustu helgi. Það hefur verið ótrúlega gaman að upplifa þetta tímabil og sjá hvað fólk er duglegt að lyfta sér upp.“

Hentar í allar gerðir veislna

„Við eigum mikið magn af alls konar skemmtilegum leikmunum fyrir ýmiss konar veislur. Þá eigum við t.d. víkingabúningasafn. Kassarnir eru einnig ólíkir í útliti og henta næstum hvaða þema sem er, ef um er að ræða þemaveislur. Svo er mismunandi hvort kassarnir séu með snertiskjá eða bara takka til þess að taka myndir. Í því felst verðmunurinn. Við komum svo á staðinn og setjum upp flesta myndakassana. Einnig erum við með tvo kassa eða bauga sem nefnast Baugur og Rosabaugur.

Þessir eru hentugir ef á að fara út á land eða halda veislu í heimahúsi. Þá er auðvelt að setja þá upp sjálfur og við þurfum ekki að koma á staðinn.“ Elías segir myndakassana yfirleitt ekki koma í staðinn fyrir ljósmyndara. „Fólk er mikið að panta myndakassa og ljósmyndara í stórar veislur. Myndakassinn nær öðruvísi myndum en ljósmyndarinn og það er svo gaman að fá alla flóruna. Við bjóðum svo upp á að prenta út myndirnar fyrir þá sem vilja.

Vikan fékk okkur í skemmtilegt partý.

Myndakassarnir eru ekki bara sniðugir fyrir veislur heldur líka í annars konar viðburði. „Um daginn var fenginn kassi frá okkur í grunnskóla og þar tóku nemendur af sér myndir fyrir árbókina.“

Nánari upplýsingar má nálgast á instamyndir.is

Við erum líka á Facebook: Instamyndir

og Instagram: Insttamyndir

instamyndir@instamyndir.is
Sími: 698-5606

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
28.12.2024

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika