fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Kynning

EDA Meindýravarnir: Náttúruunnandi sem eyðir óværu??

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 29. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meindýravertíðin fór vel af stað og hófst með úðun garða gegn óværu sem herjar á trjágróður. Þessa dagana er mest að gera í geitungi, silfurskottu og rottu. Það er klárlega meira að gera á góðu og hlýju sumri sem þessu en til dæmis síðasta sumar, sem gerði alla borgarbúa gegndrepa. Lífríkið nær sér mun betur á strik þegar veðrið er hagstætt,“ segir Björn Ananíasson hjá EDA Meindýravörnum.

Björn Ananíasson.
Geitungabú.

Meindýraeyðir fjölskyldunnar til margra ára

Björn stofnaði EDA Meindýravarnir eftir að hafa sótt námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í meindýravörnum og garðaeitrun á vormánuðum. „Ég er nú að stíga mín fyrstu skref í þessum bransa en er síður en svo reynslulaus, enda hef ég verið formlegur hirðmeindýraeyðir stórfjölskyldunnar til margra ára. Þegar þarf að losna við geitungabú, rottugang, silfurskottur eða hvaðeina þá er hringt í mig.“

Er maðkur í trjánum?

Ekki gott að eiga við lúsmýið

Björn sérhæfir sig í hvers kyns meindýravörnum og eyðingu. „Ég losa fólk við köngulær, silfurskottur, geitungabú, starafló/fuglafló, veggjalús, maðka á trjám og runnum, blaðlús, rottur og mýs. Heitasta umræðuefnið í meindýrabransanum í sumar hefur varla farið framhjá neinum, og þá meina ég lúsmýið. Þessi flugutegund er að ná sér vel á strik vegna hagstæðra veðurskilyrða, þ.e. hýtt veður og logn. Fæstir vilja hafa lúsmýið í híbýlum sínum eða nálægt sér enda getur það verið sérlega meinfýsið. En lúsmýinu náum við ekki að útrýma frekar en öðrum meindýrum sem eru mikilvæg lífríkinu. Þó virðist vera hægt að halda því í skefjum sums staðar en ekki er hægt að ábyrgjast árangur. Annars verðum við bara að læra að lifa með þessu eins og aðrar þjóðir í kringum okkur. Passa að loka húsunum á kvöldin og setja upp net í gluggana.“

Þessar bjöllur geta verið skæðar.

En hvenær er kominn tími til þess að kalla á meindýraeyði?

„Þegar vandamálið er orðið stærra en þú sjálfur ræður við. Til þess að ná bestu áhrifunum þá þarf að nota réttu efnin á réttu staðina og gera það skynsamlega til að lágmarka skaðann sem eitrið hefur á náttúruna. Það er hægt að kaupa alls konar fælur og eitur sem er ætlað fyrir almenning, en stundum þarf bara að nota önnur sterkari efni, tæki og tól sem ætluð eru fagmönnum og fleira. Þeir sem vilja bjarga sér sjálfir geta líka alltaf hringt og fengið ráðleggingar.“

Ræktar býflugur en eyðir geitungum

Björn er ekki eingöngu í því að eyða óværu heldur er hann alsæll býflugnaræktandi, en það hlýtur að teljast frekar fyndið að meindýraeyðir rækti býflugur. „Ég hef fengið að heyra frá mörgum að þeim þyki þetta undarlegt uppátæki hjá mér. En ég nýt þess mjög að umgangast þessar harðduglegu flugur. Mér þykir þetta líka fara ágætlega saman, enda hef ég alltaf verið náttúrubarn og meðvitaður um heilbrigði náttúrunnar, sem hlýtur að teljast kostur fyrir meindýraeyði.“ Eins og fleiri af hans tegund er Björninn alsæll með uppskeruna. „Á haustin fæ ég svo allra besta hunang í Kjósahreppi.“

Iðnar býflugur.

EDA Meindýravarnir – Garðaúðun

Nánari upplýsingar á Facebook: EDA Meindýravarnir

Sími: 896-9994

Netpóstur: bjorn@edameindyr.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI