Laugardagur 25.janúar 2020
Kynning

Eins og upp úr vísindaskáldskap, í eldhúsinu heima hjá þér!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FutureKitchen, er afar spennandi og viðamikið Evrópuverkefni sem Matís leiðir í samstarfi við European Food Information CouncilUniversity of CambridgeIMDEA AlimentaciónNatural Machines, FlatEv og Döhler.

 

Þetta er raunveruleiki, ekki vísindaskáldskapur

Markmið Future Kitchen er að efla áhuga almennings, einkum ungs fólks, á næringu, heilsu og sjálfbærni og auk þess að endurnýja upprunatenginu fólks við mat. Future Kitchen er sería myndskeiða sem eru stútfull af skemmtilegu fræðsluefni. Þar er kynnt ný matvælatækni sem í sumum tilfellum virkar eins og vísindaskáldskapur. Hér lærum við um þrívíddarmatarprentara, lóðrétta matjurtarækt í eldhúsinu og handhæga tortillu-vél sem bakar heitar tortillur eftir þörfum, í hæfilegu magni. Myndskeiðin eru svo sett fram í sýndarveruleika sem gerir upplifunina ennþá áhrifameiri.

 

Það geta allir unnið að minnkaðri matarsóun heima hjá sér og Future Kitchen myndbandsserían kennir áhorfendum nýjar og spennandi leiðir til þess að gera markmiðið að raunveruleika.

 

Akurinn heim í eldhús!

Ræktun krefst ekki alltaf risastórra landbúnaðarsvæða. Síður en svo. Það er vel hægt að rækta ýmislegt eins og stökkar spírur og nýtt grænmeti heima í eldhúsi. Plant Cube er fyrsta lóðrétta heimaræktunarkerfið. Með sjálfkrafa vökvun, led lýsingu og stýrðu loftslagi getur þú ræktað þitt eigið grænmeti á auðveldan og skilvirkan hátt. Þú þarft ekki einu sinni að vera með græna fingur.

Þrívíddarprentaður fiskur

Þrívíddarprentari sem framleiddur hefur verið af Natural Machines minnkar matarsóun í fiskiðnaðinum með því að nýta afganga og afskurð sem annars færu til spillis. Eingöngu 20% af öllum þeim fiski sem er veiddur í dag nýtist til manneldis. Afgangurinn nýtist m.a. í dýrafóður en stór hluti fer einfaldlega í ruslið. Hér er um gríðarlega matarsóun að ræða.

Tómatar á Íslandi

Það er vel hægt að rækta tómata og annað grænmeti allan ársins hring á Íslandi. Í frostkulda vetrarins má jafnvel rækta dýrindis tómata, þökk sé gróðurhúsunum, jarðhitanum sem heldur hita á húsunum og grænu orkunni sem notuð er til að knýja sterk rafmagnsljósin.

Borðaðu brauðsnakk og minnkaðu matarsóun í leiðinni!

Í meðalheimilishaldi fer um þriðjungur matarins í ruslið. Brauð er stór hluti af þessari sóun, þar sem það hefur hvað stystan geymslutíma af mat heimilisins. Gríðarlegt magn af orku, vatni og auðlindum fer til spillis í framleiðslu á brauði sem er svo að miklu leyti hent. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu sóun er að stórum hluta sú að við viljum helst nýbakað brauð án rotvarnarefna. Eitt af myndböndum Future Kitchen seríunnar segir okkur frá hentugri og endurvinnanlegri geymsluleið fyrir litla skammta af brauðdeigi sem má svo baka við tækifæri. Svissneska fyrirtækið ZüriChips nýtir ennfremur afgangsbrauð frá bestu bakaríum í Zurich til þess að framleiða gómsætt brauðsnakk.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá EIT FOOD, nýsköpunarsamfélagi um fæðu innan Evrópustofnunar nýsköpunar og tækni, undir Horizon 2020, sem er vettvangur Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun.

Myndböndin og nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vefsíðunni foodunfolded.com.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 1 viku

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans
Kynning
Fyrir 2 vikum

Selfie.is: Myndar gleðina í þinni veislu!

Selfie.is: Myndar gleðina í þinni veislu!
Kynning
Fyrir 2 vikum

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Dýrin um áramót

Dýrin um áramót