Miðvikudagur 29.janúar 2020
Kynning

Drápa: Það besta frá Svíþjóð

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Mánudaginn 25. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókaforlagið Drápa hefur starfað í fimm ár og hefur á þeim tíma stækkað hægt og rólega og á hverju ári fjölgar útgefnum bókum hjá forlaginu. Ásmundur Helgason hjá Drápu segir að forlagið sé einna helst að auka útgáfu á bókum fyrir börn og unglinga, og margar þeirra komi frá Svíþjóð.

 

Ofurhetjan Lísa

„Við erum svo heppin að vera með samninga um útgáfu á vinsælustu bókaflokkum Svíþjóðar seinni árin. Þetta eru annars vegar bókaflokkurinn um Ofurhetjuna Lísu og handbókina sem hún fann fyrir tilviljun um það hvernig á að vera ofurhetja. Bækurnar henta vel fyrir krakka sem eru að byrja að lesa og alveg upp í krakka í unglingadeild. Fyrsta bókin kom út fyrir tveimur árum og sló strax í gegn. Á síðasta ári komu bækur númer tvö og þrjú út og á þessu ári er bók númer fjögur að gera allt vitlaust. Bækurnar um Lísu eru skrifaðar og myndskreyttar af hjónum sem eiga dóttur sem varð fyrir einelti í skóla, og það varð kveikjan að bókunum. Lísa, ofurhetjan okkar, verður fyrir einelti en finnur handbók sem getur gert hana að ofurhetju. Bækurnar hafa skapað miklar umræður um einelti í skólum bæði í Svíþjóð og hér á landi. Íslenskir krakkar virðast kunna að meta bækurnar því þær voru tilnefndar sem bestu þýddu barnabækurnar 2018 á verðlaunahátíðinni Sögum.

Nú fyrir jólin kom svo út hjá okkur Þrautabók ofurhetjunnar, sem inniheldur stutt „þitt eigið“ ævintýri auk fjölda þrauta og alls kyns skemmtilegheita. Fyrstu þrjár bækurnar í bókaflokknum seldust nánast upp núna í haust og því ákváðum við að endurprenta þær allar núna fyrir jólin þannig að það er nóg til. Svo má uppljóstra því að bók númer fimm kemur út í vor, á sama tíma og hún kemur út í Svíþjóð.“

PAX bókaflokkurinn

„Hins vegar erum við líka með bókaflokk fyrir unglinga, sannkallaðar spennubækur. Þetta er PAX bókaflokkurinn sem er vinsælasti bókaflokkur fyrir unglinga hér á landi, eins og hann hefur verið í Svíþjóð. Ása Larsson, hinn heimsfrægi spennubókahöfundur, er annar tveggja höfunda bókanna, og handbragð hennar leynir sér ekki. Hver einasti kafli endar á „cliff-hanger“ sem gerir það að verkum að þú verður bara að lesa áfram. Þessar bækur eru ár eftir ár vinsælustu bækur Svíþjóðar, bæði í sölu sem á bókasöfnum. Þegar síðasta bókin í seríunni kom út í Svíþjóð var útgáfuteitið haldið í litla bænum Mariefred, sem er sögusviðið í bókunum, og þangað komu þúsundir æstra aðdáenda, sem biðu tímunum saman í röð eftir því að fá áritað eintak af bókinni.

Þriðja bókin, PAX 3 – útburðurinn, kom út núna í byrjun nóvember og hún fór beint topp tíu metsölulista Eymundsson yfir ungmennabækur. Eins og nöfnin á bókunum benda til (Níðstöngin, Uppvakningurinn og Útburðurinn) þá sækja höfundar bókanna efni í ýmsar goðsagnir eins og norrænu goðafræðina, sem skapar skemmtilega spennu inn í nútímann.“

Hin ódauðu

„Við erum líka með gullfallega og stórhættulega bók í ár eftir Johan Egerkrans, höfund Norrænu goðanna sem kom út í fyrra, sem heitir Hin ódauðu. Johan þessi er sænskur snillingur sem skrifar textann og teiknar þessar stórkostlegu myndir sem prýða bókina. Norrænu goðin seldist upp hjá okkur í fyrra og Hin ódauðu fer líka vel af stað. Johan notar sama form og í Norrænu goðunum en nú skoðar hann þjóðsögur og goðsagnir um afturgöngur og vampírur. Hann heldur sig ekki bara við evrópskar afturgöngur heldur fer hann um allan heim. Þannig fá lesendur t.d. að kynnast hinum viðurstyggilega Nuppeppo frá Japan og hinum illgjörnu Náætum frá Norður-Afríku, svo eitthvað sé nefnt.

 

Hin ódauðu fengu Hin sænsku bókmenntaverðlaun sem besta bók almenns eðlis fyrir ungmenni árið 2018. Bókin hefur enda vakið mikla athygli fyrir skemmtileg efnistök og einstaklega fallegar myndir,“ segir Ásmundur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Motta.is: Mottuhreinsun – Mottuleiga

Motta.is: Mottuhreinsun – Mottuleiga
Kynning
Fyrir 4 dögum

Vinsælar tannheilsuferðir til Gdansk: Íslendingar spara gífurlega fjárhæðir í tannlæknakostnaði

Vinsælar tannheilsuferðir til Gdansk: Íslendingar spara gífurlega fjárhæðir í tannlæknakostnaði
Kynning
Fyrir 5 dögum

Hágæða kaffivélar og ilmandi Pelican Rouge kaffi frá Rekstrarvörum

Hágæða kaffivélar og ilmandi Pelican Rouge kaffi frá Rekstrarvörum
Kynning
Fyrir 1 viku

Janúarútsölunni í Raflandi að ljúka: Allt að 60% afsláttur á vönduðum raftækjum!

Janúarútsölunni í Raflandi að ljúka: Allt að 60% afsláttur á vönduðum raftækjum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Múr og tröppuviðgerðir: Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur

Múr og tröppuviðgerðir: Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur
Kynning
Fyrir 2 vikum

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Barnaloppan: Flóarbyltingin er hafin á Íslandi

Barnaloppan: Flóarbyltingin er hafin á Íslandi
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni