fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Kynning

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kolaportinu kennir ýmissa grasa og víða leynast þar faldir gimsteinar. Það á svo sannarlega við um básinn hennar Sigal Har-Meshi, sem er lærður silfursmiður og selur þar dásamlega fallegt sterling silfurskart. Hönnunin er undir íslenskum áhrifum en Sigal setur sinn eigin snúning á skartið sem gerir það einstakt innan skartflórunnar á Íslandi.

Sigal kom fyrst til Íslands árið 1986 til að vinna í fiski á Patreksfirði. „Þar kynntist ég manninum mínum. Nokkru síðar fluttumst við til Ísrael, komum okkur fyrir og eignuðumst þrjú börn. Við fluttum aftur til Íslands árið 2004 eða fyrir um 15 árum síðan,“ segir Sigal. Það eru sjö ár síðan Sigal byrjaði að læra silfursmíði hjá hinum frábæra kennara Vífli Valgeirssyni hjá Viva Skart.

„Ástríða mín til fagsins hefur aukist á hverju ári síðan. Áður fyrr vann ég sem matráðsmaður í eldhúsi og hjá póstinum. Og áður en ég kom aftur til Íslands var ég bókhaldari í Ísrael. Ekkert af þessu jafnast á við silfursmíðina og skartgripagerðina. Ég er alltaf spennt að koma og selja vörurnar mínar í Kolaportinu. Og fólkið sem er að selja hér er svo gott fólk að það er eins og við séum öll ein stór fjölskylda.“

Silfrið í forgrunni

Skartgripir Sigal hafa vakið verskuldaða athygli bæði ferðamanna og heimamanna enda er hún alger snillingur þegar kemur að vinnu með silfur, eðalsteina og hraun. „Mér finnst bæði auðvelt og skemmtilegt að vinna með silfrið auk þess sem það er með ódýrari eðalmálmum. Silfrið fer öllum vel og er hægt að móta á óteljandi vegu.

Í byrjun vann ég meira með perlur og hraun, bæði íslenskt og erlent. Eftir því sem ég varð færari í silfursmíðinni fór ég að nota silfrið í meira mæli sem grunn í skartgripagerðinni. Í dag er silfrið í forgrunni hjá mér bæði í hringjunum og hálsmenunum og oft á tíðum nota ég steina með til að brjóta upp á flötinn. Þá er ég til dæmis hrifin af ópalsteinum, en þeir eru t.d. afar vinsælir í Ísraelskri skartgripagerð.

Stíllinn minn myndi ég segja að sé blandinn íslenskum áhrifum en þó set ég mitt eigið „tvist“ á skartgripina. Mér finnst gaman að leika mér með grófleika og stærðarhlutföll. Einnig hef ég gaman af formum sem eru ekki symmetrísk og eins báðum megin. Stundum er ég að vinna stóra og áberandi skartgripi og stundum er ég að leika mér með fínleikann. Það fer allt eftir því hvað mig langar að gera hverja stundina. Innblásturinn kemur í raun allstaðar frá og ekki síst frá viðskiptavinum mínum, enda langar mig að gera skartgripi sem fólk vill kaupa.“

Sigal Skart um allan heim

„Ég binst ósjálfrátt mjög sterkum böndum við allt það skart sem ég bý til og þegar einhver kaupir af mér t.d. hring, finnst mér gaman að vita eitthvað um þann sem kaupir skartið. Hver hringur er eins og mitt eigið barn og ég vil vita til þess að hver munur fær að eiga sitt eigið líf hjá nýjum eiganda í hinum ýmsu löndum. Skart frá mér má finna út um allan heim, allt frá Færeyjum til Ástralíu.“

Komdu í Kolaportið og skoðaðu skartið frá Sigal Har-Meshi.

Sigal er einnig á Instagram: Sigalhm

Kolaportið er opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 11-17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
04.06.2020

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum