fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Kynning

Smárabíó opnar í dag fyrir nýjar upplifanir á skemmtisvæði sínu í Smáralind!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2019 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á þessu ári hefur Smárabíó rekið skemmtisvæði til að auka upplifun bíógesta sinna og styrkja sig enn fremur sem eitt besta kvikmyndahús landsins. Í dag, fimmtudaginn 17.október opnar skemmtisvæðið með nýjum græjum til að styrkja enn stöðu Smárabíós sem fyrsta val þeirra sem vilja skemmta sér og upplifa spennandi hluti. 

 

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx VR upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Allt að fjórir geta keppt saman í Virtualmaxx sem er einstök upplifun. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana.

Lasertag salur Smárabíós hefur einnig fengið algjöra uppfærslu, en nú geta gestir Smárabíós spilað lasertag í græjum frá Lasermaxx fyrirtækinu, en það er eitt það öflugasta í heimi lasertag. Allt að 16 manns geta spilað saman í fjölmörgum mismunandi útgáfum af lasertag leikjum.  Eftir hvern leik fá leikmenn stigaspjald sem segir til um árangur í leiknum.  Þar kemur fram hverjir unnu, hvern viðkomandi skaut oftast, hvort liðið vann, hittni og svo er meira að segja hægt að sjá hversu mörgum kaloríum var brennt. 

Eftir leik er hægt að hlaða niður appi í símann og setja stigin þar inn og safnað þeim þar upp.  Síðan er hægt að nota appið til að bera sig saman við aðra leikmenn á Íslandi eða í heiminum öllum. Inní lasertag salinn er komin reykvél, ljós og sérstök tónlist sem ýtir undir spennustigið og skemmtunina. Inní salnum sjá leikmenn laserinn fara útúr byssunni og í átt að andstæðingunum. Einnig er hægt að taka “selfie” inní salnum sem hægt er að deila á samfélagsmiðlum eftir leik. Það er óhætt að segja að lasertag hafi verið tekið á næsta stig með þessum nýju græjum frá Lasermaxx.

Í Smárabíó hefur einnig verið sett upp fullkomið rafíþróttasvæði þar sem gestir geta sest niður og spilað sinn uppáhalds leik eða tekið þátt í æsispennandi tölvuleikjamótum í leikjum á borð við Fifa og Fortnite.  Í kringum rafíþróttasvæðið er aðstaða til að slappa af milli leikja og á því svæði eru einnig leiktæki s.s. þythokkíborð, skotleikur, tæki sem mælir hversu fast menn geta sparkað í bolta og margt fleira.  Rafíþróttasvæðið er búið PlayStation 4 tölvum, stýripinnum, tölvuleikjastólum og heyrnatólum.

Auk þessa inniheldur skemmtisvæðið í Smáralind fullkomið Karaoke herbergi þar sem gestir geta spreytt sig á meira en 30.000 lögum, leiktækjasalur er á svæðinu þar sem hægt er að spila fjölmarga leiki s.s. körfubolta, þythokkí, dansa, Beer Ball, keyra á mótorhjóli, bílum og vélsleðum og margt margt fleira. Á staðnum er fullbúinn bar fyrir þá sem það vilja og hægt að setjast niður á því svæði til að kæla sig niður á milli leikja.

Eftir nokkrar vikur bætum við svo enn meira í fjörið með vinsælustu VR græju í heiminum í dag, möguleika á að spila “battle royale” í lasertag og sérstökum lasertag byssum fyrir yngri kynslóðina. Ofan á þetta bætist að Smárabíó er eitt fullkomnasta kvikmyndahús landsins með Dolby Atmos í MAX salnum, einn besta Lúxus sal landsins og fullkomnustu sýningagræjur sem völ er á.

Þannig að ef það stendur til að halda afmæli, hrista saman hópinn í vinnunni, taka hitting í vinahópnum, steggja eða gæsa, þá er Smárabíó staðurinn með öllum þeim fjölbreyttu skemmtunum sem þar eru.

Í vetrarfríum í næstu viku mun Smárabíó opna kl. 12:30 dagana 21., 22., 24., 25. og 28. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7